Innlent

Rekstrarniðurstaða Reykjanesbæjar jákvæð í fyrsta sinn síðan árið 2012

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs Reykjanesbæjar er jákvæð í fyrsta skipti síðan 2012.
Rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs Reykjanesbæjar er jákvæð í fyrsta skipti síðan 2012. Vísir/GVA
Rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs Reykjanesbæjar er jákvæð í fyrsta skipti síðan 2012. Bæjarstjórn samþykkti ársreikning samstæðu Reykjanesbæjar fyrir árið 2016 að lokinni síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn var.

Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að sömu sögu sé að segja af rekstrarniðurstöðu A og B hluta samstæðunnar, sem hefur ekki verið jákvæð síðan árið 2010.

Munar þar mest um aukna framlegð, fyrir fjármagnsliði og afskriftir. Framlegð A-hluta bæjarsjóðs var 1,7 milljarður og framlegð samstæðu A og B hluta 4,1 milljarður.

Að teknu tilliti til fjármagnsliða og afskrifta er rekstarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs jákvæð um 49 milljónir og samstæðu A og B-hluta um 93 milljónir.

„Lykillinn að þessum viðsnúningi í rekstri er að á meðan tekjur hafa aukist í kjölfar meiri atvinnu og hærri launa hefur starfsmönnum Reykjanesbæjar tekist að koma í veg fyrir að útgjöld hækki í takt við auknar tekjur,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×