Innlent

Snæbjörn hjá SMÁÍS fékk sextán mánuði

Hulda Hólmkelsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Snæbjörn Steingrímsson fyrir aðalmeðferð málsins í héraðsdómi.
Snæbjörn Steingrímsson fyrir aðalmeðferð málsins í héraðsdómi. vísir/eyþór
Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMÁÍS, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í sextán mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, umboðssvik og brot á lögum um bókhald. Þrettán mánuðir af sextán eru skilorðsbundnir en hann þarf að greiða ríkissjóði rúmar sautján milljónir króna í sekt.

SMÁÍS, Samtök myndrétthafa á Íslandi, kærðu Snæbjörn til embættis sérstaks saksóknara vorið 2014 eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðaðar við starfslok Snæbjörns. Hann starfaði í sex ár sem framkvæmdastjóri SMÁÍS og lét þar verulega að sér kveða í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali höfundaréttarvarins efnis á Íslandi.

Vísir fjallaði um meðferð málsins fyrir dómstólum eins og lesa má um hér. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna.




Tengdar fréttir

Bjór í hádeginu í boði Smáís

Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Smáíss, segir ekkert óeðlilegt við notkun sína á fjármunum félagsins en hann er sakaður um að hafa nýtt sér þá til að kaupa vörur í heimildarleysi til eigin nota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×