Innlent

Guðni slær ánægjumet

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Arnar Máni Vignisson er fimm ára patti og lét sig ekki muna um að gefa forseta Íslands spaðafimmu þegar þeir hittust á Bessastöðum
Arnar Máni Vignisson er fimm ára patti og lét sig ekki muna um að gefa forseta Íslands spaðafimmu þegar þeir hittust á Bessastöðum Vísir/ernir
Íslendingar eru gífurlega ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem fram fór dagana 11.-26. apríl 2017. Aldrei hafa fleiri verið ánægðir með forseta Íslands, frá því að mælingar MMR hófust.

Niðurstöður kannanarinnar sýndu að 85 prósent landsmanna eru ánægðir með störf Guðna en einungis 2,8 prósent segjast vera óánægðir með störf forsetans.

Munur var á svörum eftir kyni og lýsti hærra hlutfall kvenna sig ánægðar með störf forsetans eða 91 prósent , samanborið við 80 prósent karla.

Stuðningsfólk Pírata og Vinstri grænna kunnu sérlega vel að meta störf Guðna en 95 prósent þeirra kváðust vera ánægð með störf hans. Einnig var mikil ánægja með störf forsetans hjá stuðningsfólki Samfylkingarinnar eða 92 prósent. Af stuðningsfólki Framsóknarflokks kváðust 6 prósent vera ánægð með störf Guðna en 11 prósent kváðust vera óánægð.

Ánægja með störf Guðna hefur farið ört vaxandi frá því að MMR hóf mælingar. Voru 68,5 prósent landsmanna ánægð með Guðna þegar hann tók við embætti.

 

Mynd/MMR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×