Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur tekið á látunum sem urðu fyrir leik Lyon og Besiktas í Evrópudeildinni fyrir viku síðan.
Leikurinn hófst 45 mínútum of seint vegna óláta áhorfenda sem slógust og kveiktu á flugeldum. Í tvígang hlupu þeir líka inn á völlinn.
Bæði félög verða á skilorði í tvö ár og fengu tæplega tólf milljón króna sekt.
Leikurinn endaði síðan 2-1 fyrir Lyon og seinni leikurinn fer fram í Tyrklandi í kvöld og er í beinni á Sport 3.

