Innlent

Ekkert renndi stoðum undir ásakanir um meint ofbeldi á leikskólanum Korpukoti

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"Eins og við var að búast komst lögreglan að sömu niðurstöðu og lá fyrir eftir athugun skólans og hefur fellt niður málið,“ segir Kristín.
"Eins og við var að búast komst lögreglan að sömu niðurstöðu og lá fyrir eftir athugun skólans og hefur fellt niður málið,“ segir Kristín. vísir/vilhelm
Ekkert renndi stoðum undir að ásakanir um meint ofbeldi á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi á hendur ungu barni ætti við rök að styðjast og hefur lögregla nú fellt málið niður, segir Kristín Björk Viðarsdóttir leikskólastjóri í tölvupósti til foreldra. Starfsmaðurinn sem grunaður var um ofbeldið sneri aftur til starfa í dag.

Móðir tveggja ára stúlku í leikskólanum tilkynnti yfirvöldum um meint ofbeldi í október síðastliðnum. Hún sagði dóttur sína hafa komið heim með áverka á rassasvæði sem hún taldi af mannavöldum, en ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis áverkarnir voru.

Málið fór á borð Barnaverndar Kópavogs vegna tengsla móðurinnar við framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, og var í kjölfarið sent til lögreglunnar.

Kristín Björk segir leikskólann hafa rannsakað málið ítarlega og komist að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar ættu ekki við rök að styðjast. „Eins og við var að búast komst lögreglan að sömu niðurstöðu og lá fyrir eftir athugun skólans og hefur fellt niður málið,“ segir hún í tölvupóstinum.

Þá segist Kristín hafa leitað til lögmanns sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að engar forsendur væru til annars en að bjóða starfsmanninn aftur velkominn til starfa. Starfsmaðurinn sé með hreinan skjöld og starfað lengi hjá leikskólanum við góðan orðstír.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×