Erlent

Hafa komið í veg fyrir þrettán hryðjuverkaárásir í Bretlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Nýju árveknisátaki var ýtt úr vör í Bretlandi þar sem almenningur er hvattur til að láta yfirvöld vita um leið og grunsemdir vakna um að hryðjuverk gæti verið í undirbúningi.
Nýju árveknisátaki var ýtt úr vör í Bretlandi þar sem almenningur er hvattur til að láta yfirvöld vita um leið og grunsemdir vakna um að hryðjuverk gæti verið í undirbúningi. Vísir/AFP
Bresku lögreglunni og leyniþjónustum landsins hefur tekist að koma í veg fyrir þrettán hryðjuverkaárásir í landinu frá árinu 2013.

Frá þessu greinir æðsti embættismaður Bretlands í aðgerðum gegn hryðjuverkum, Mark Rowley.

Hann segir einnig að á hverjum tíma séu um 500 sjálfstæðar rannsóknir í gangi sem miði að því að koma í veg fyrir árás í Bretlandi.

Rowley kynnti þessar tölur um leið og nýju árveknisátaki var ýtt úr vör í Bretlandi þar sem almenningur er hvattur til að láta yfirvöld vita um leið og grunsemdir vakna um að hryðjuverk gæti verið í undirbúningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×