Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. september 2017 07:00 Íbúð Róberts Wessman er miðsvæðis á Manhattan og þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Íbúðin kostaði meira en þrjá milljarða króna. Vilhelm Róbert Wessman, stofnandi Alvogen, keypti íbúð á Manhattan um miðjan desember. Gögn sem Fréttablaðið hefur um söluna og lán henni tengt sýna að kaupverðið var 29 milljónir Bandaríkjadala. Það samsvarar 3,3 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi krónunnar þann dag sem viðskiptin fóru fram, 15. desember síðastliðinn. Íbúðin er á 432 Park Avenue í New York. Samkvæmt söluyfirliti er hún 373 fermetrar að stærð. Á gólfum er eikarparket og af myndunum hér að neðan að dæma eru innréttingarnar hinar glæsilegustu. Komið er inn í stórt anddyri og við tekur glæsileg setustofa og borðstofa. Íbúðin er í 96 hæða húsi, sem byggt var árið 2015. Þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Róbert keypti íbúðina í gegnum einkahlutafélag sem hann á 100 prósenta hlut í. Af lánsskjölum að dæma hefur hann tekið 14,5 milljóna dala veðlán fyrir íbúðinni. Það er andvirði 1,6 milljarða króna miðað við gengi krónunnar í desember.Róbert WessmanSvo virðist sem engin önnur lán hvíli á eigninni, sem bendir til þess að Róbert hafi reitt fram jafnvirði 1,7 milljarða króna í greiðslu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Árið 2009 sagði fasteignablað New York Times frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla, hefðu sett íbúð sína við Gramercy Park North í New York á sölu. Ásett verð var 25 milljónir dala, eða um 3 milljarðar króna. Róbert Wessman var forstjóri Actavis áður en leiðir skildi með honum og Björgólfi Thor Björgólfssyni í viðskiptum og Róbert stofnaði Alvogen. Hann er forstjóri síðarnefnda fyrirtækisins í dag. Á vefsíðu Alvogen segir að hann hafi á einungis sex árum byggt Alvogen frá því að vera lítið fyrirtæki í Bandaríkjunum upp í að verða á meðal 15 stærstu samheitalyfjafyrirtækja heimsins, með starfsemi í 35 löndum. Róbert var kvæntur kvæntur Sigríði Ýri Jensdóttur lækni um árabil, en Séð og heyrt greindi frá því í byrjun árs að hann væri skilinn við eiginkonu sína. Eldhúsið ekki amalegt og gott útsýni út um gluggann.Fínasta setustofa fyrir lestrarhesta og stór gluggi sem stendur fyrir sínu.Hér er hægt að fara í bað, já eða sturtu. Allt eftir því hvernig skapi maður er í. Já, og gluggi!Engin hætta á að maður reki kjuðana í vegginn í þessu rými. Nóg pláss og Jimmy White örugglega til í að koma í heimsókn og taka leik.Líkamsræktaraðstaðan í húsinu virðist snyrtileg og fín. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag. 24. apríl 2007 15:01 Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. 14. febrúar 2009 10:49 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Vilhelm Róbert Wessman, stofnandi Alvogen, keypti íbúð á Manhattan um miðjan desember. Gögn sem Fréttablaðið hefur um söluna og lán henni tengt sýna að kaupverðið var 29 milljónir Bandaríkjadala. Það samsvarar 3,3 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi krónunnar þann dag sem viðskiptin fóru fram, 15. desember síðastliðinn. Íbúðin er á 432 Park Avenue í New York. Samkvæmt söluyfirliti er hún 373 fermetrar að stærð. Á gólfum er eikarparket og af myndunum hér að neðan að dæma eru innréttingarnar hinar glæsilegustu. Komið er inn í stórt anddyri og við tekur glæsileg setustofa og borðstofa. Íbúðin er í 96 hæða húsi, sem byggt var árið 2015. Þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Róbert keypti íbúðina í gegnum einkahlutafélag sem hann á 100 prósenta hlut í. Af lánsskjölum að dæma hefur hann tekið 14,5 milljóna dala veðlán fyrir íbúðinni. Það er andvirði 1,6 milljarða króna miðað við gengi krónunnar í desember.Róbert WessmanSvo virðist sem engin önnur lán hvíli á eigninni, sem bendir til þess að Róbert hafi reitt fram jafnvirði 1,7 milljarða króna í greiðslu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Árið 2009 sagði fasteignablað New York Times frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla, hefðu sett íbúð sína við Gramercy Park North í New York á sölu. Ásett verð var 25 milljónir dala, eða um 3 milljarðar króna. Róbert Wessman var forstjóri Actavis áður en leiðir skildi með honum og Björgólfi Thor Björgólfssyni í viðskiptum og Róbert stofnaði Alvogen. Hann er forstjóri síðarnefnda fyrirtækisins í dag. Á vefsíðu Alvogen segir að hann hafi á einungis sex árum byggt Alvogen frá því að vera lítið fyrirtæki í Bandaríkjunum upp í að verða á meðal 15 stærstu samheitalyfjafyrirtækja heimsins, með starfsemi í 35 löndum. Róbert var kvæntur kvæntur Sigríði Ýri Jensdóttur lækni um árabil, en Séð og heyrt greindi frá því í byrjun árs að hann væri skilinn við eiginkonu sína. Eldhúsið ekki amalegt og gott útsýni út um gluggann.Fínasta setustofa fyrir lestrarhesta og stór gluggi sem stendur fyrir sínu.Hér er hægt að fara í bað, já eða sturtu. Allt eftir því hvernig skapi maður er í. Já, og gluggi!Engin hætta á að maður reki kjuðana í vegginn í þessu rými. Nóg pláss og Jimmy White örugglega til í að koma í heimsókn og taka leik.Líkamsræktaraðstaðan í húsinu virðist snyrtileg og fín.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag. 24. apríl 2007 15:01 Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. 14. febrúar 2009 10:49 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag. 24. apríl 2007 15:01
Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. 14. febrúar 2009 10:49