Bjarni segist ekki hafa búið yfir trúnaðargögnum um Glitni Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2017 19:07 Bjarni Benediktsson segir ekkert nýtt koma fram í þeim upplýsingum sem birtast í Stundinni í dag. Vísir Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda. Stundin og breska blaðið The Guardian birta ítarlega úttekt á viðskiptum Bjarna í dag. Bjarni Benediktsson segir ekkert nýtt koma fram í þeim upplýsingum sem birtast í Stundinni í dag. Þær hafi allar komið fram og verið margrannsakaðar. Hann hafi einfaldlega verið að bregðast við eins og allir þeir sem fylgdust með stöðu mála á umræddum tíma.Stundin birtir í dag ítarlega úttekt á viðskiptum Bjarna Benediktssonar, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að hruni og samskiptum Bjarna við starfsmenn bankans. Bjarni hafi tekið 50 milljónir út úr sjóði 9 dagana fyrir hrun hinn 8.okróber. Stundin greinir m.a. frá viðbrögðum Bjarna í Víglínunni á Stöð 2 hinn 10. desember 2016, daginn eftir að Fréttablaðið hafði fjallað um samskipti Benedikts Sveinssonar og fleiri auðmanna við Glitni á hrunárinu.Þú sjálfur persónulega, tókst þú sjálfur eitthvað út á þessum síðustu dögum, áttir þú eitthvað í þessum sjóði? „Ekkert sem skiptir máli. Ég átti á sínum tíma eitthvað í Sjóði 9. En ég man ekki eftir því að það hafi eða rekur minni til að hafi skipt máli,“ sagði Bjarni í Víglínunni. Fimmtíu milljónir eru frá árslaunum tveggja vellaunaðra einstaklinga til árslauna um tíu manns á venjubundnum launum. Í dag spurðum við Bjarna hvort 50 milljónir væru í hans huga svona litlir peningar að hann hafi ekki munað upphæðina nákvæmlega? „Nei. Þú spyrð mig þarna og biður mig að rifja upp hluti frá því átta árum áður. Og ég segi í fyrsta lagi; já ég átti í sjóði 9. Það var ekkert sérstakt sem skiptir máli sem gerðist þarna. Ég var ekki að gera annað en færa á milli sjóða. Ég geymdi alla peningana áfram í bankanum. Það er nú aðalatriði málsins og öll þessi umræða virðist snúast um það að ég hljóti að hafa vitað eitthvað sem aðrir höfðu ekki upplýsingar um. Það er bara rangt. Það eru engin gögn, hvorki fyrr né síðar, ekki í dag, ekki í þessum nýju upplýsingum, komið fram sem benda til þess,“ sagði Bjarni.Segir alla hafa vitað að bankarnir væru í vandaHann vísar til þess að íslensku bankarnir hafi allir verið í miklu vanda í upphafi árs 2008 og hann og Illugi Gunnarsson hafi vakið athygli á því í grein í Morgunblaðinu á þeim tíma. En það er líka vísað til fundar sem Bjarni átti ásamt fleirum með Þorsteini Má Baldvinssyni þáverandi formanni bankaráðs Glitnis. Þá segir Bjarni að blasað hefði við öllum að ríkið ætlaði að taka yfir 75 prósent af bankanum. „Þannig að öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu. Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir einhverjum öðrum leiðum.“Þannig að þú hafðir ekki upplýsingar sem þú jafnvel komst til föður þíns og frænda þannig að þeir brugðust við?„Nei. Þetta eru einmitt svona dylgjur sem ég hef setið undir í mörg, mörg ár og birtast í þessari frétt og í þessari spurningu. En málið er bara það að þetta hefur allt verið rannsakað. Af Rannsóknarnefnd Alþingis og síðan af slitastjórn bankans. Öll samskipti. Hver fór og hitti hvern á hvaða fundi, hvaða upplýsingar hafði hver. Ég var ekki í vinnunni við að undirbúa neyðarlögin. Ég var bara þingmaður á þessum tíma,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur svarað úttekt Stundarinnar með yfirlýsingu á Facebook síðu sinni í dag. En Stundin og breska blaðið the Guardian fjalla bæði um þessi mál í dag í samvinnu við Reykjavík Media sem stóð að frægu viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í mars 2016 sem síðar varð honum að falli.Finnst þér tímasetningin á þessum upplýsingum skipta máli?„Þessi erlendi blaðamaður sem hafði samband við mig sagði mér að þeir hefðu legið á þessum upplýsingum í margar vikur. Já, mér finnst tímasetningin merkileg og ég þori að fullyrða að það tengist kosningunum sem eru framundan,“ segir Bjarni Benediktsson.Viðtalið við Bjarna má finna í heild sinni hér. Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda. Stundin og breska blaðið The Guardian birta ítarlega úttekt á viðskiptum Bjarna í dag. Bjarni Benediktsson segir ekkert nýtt koma fram í þeim upplýsingum sem birtast í Stundinni í dag. Þær hafi allar komið fram og verið margrannsakaðar. Hann hafi einfaldlega verið að bregðast við eins og allir þeir sem fylgdust með stöðu mála á umræddum tíma.Stundin birtir í dag ítarlega úttekt á viðskiptum Bjarna Benediktssonar, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að hruni og samskiptum Bjarna við starfsmenn bankans. Bjarni hafi tekið 50 milljónir út úr sjóði 9 dagana fyrir hrun hinn 8.okróber. Stundin greinir m.a. frá viðbrögðum Bjarna í Víglínunni á Stöð 2 hinn 10. desember 2016, daginn eftir að Fréttablaðið hafði fjallað um samskipti Benedikts Sveinssonar og fleiri auðmanna við Glitni á hrunárinu.Þú sjálfur persónulega, tókst þú sjálfur eitthvað út á þessum síðustu dögum, áttir þú eitthvað í þessum sjóði? „Ekkert sem skiptir máli. Ég átti á sínum tíma eitthvað í Sjóði 9. En ég man ekki eftir því að það hafi eða rekur minni til að hafi skipt máli,“ sagði Bjarni í Víglínunni. Fimmtíu milljónir eru frá árslaunum tveggja vellaunaðra einstaklinga til árslauna um tíu manns á venjubundnum launum. Í dag spurðum við Bjarna hvort 50 milljónir væru í hans huga svona litlir peningar að hann hafi ekki munað upphæðina nákvæmlega? „Nei. Þú spyrð mig þarna og biður mig að rifja upp hluti frá því átta árum áður. Og ég segi í fyrsta lagi; já ég átti í sjóði 9. Það var ekkert sérstakt sem skiptir máli sem gerðist þarna. Ég var ekki að gera annað en færa á milli sjóða. Ég geymdi alla peningana áfram í bankanum. Það er nú aðalatriði málsins og öll þessi umræða virðist snúast um það að ég hljóti að hafa vitað eitthvað sem aðrir höfðu ekki upplýsingar um. Það er bara rangt. Það eru engin gögn, hvorki fyrr né síðar, ekki í dag, ekki í þessum nýju upplýsingum, komið fram sem benda til þess,“ sagði Bjarni.Segir alla hafa vitað að bankarnir væru í vandaHann vísar til þess að íslensku bankarnir hafi allir verið í miklu vanda í upphafi árs 2008 og hann og Illugi Gunnarsson hafi vakið athygli á því í grein í Morgunblaðinu á þeim tíma. En það er líka vísað til fundar sem Bjarni átti ásamt fleirum með Þorsteini Má Baldvinssyni þáverandi formanni bankaráðs Glitnis. Þá segir Bjarni að blasað hefði við öllum að ríkið ætlaði að taka yfir 75 prósent af bankanum. „Þannig að öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu. Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir einhverjum öðrum leiðum.“Þannig að þú hafðir ekki upplýsingar sem þú jafnvel komst til föður þíns og frænda þannig að þeir brugðust við?„Nei. Þetta eru einmitt svona dylgjur sem ég hef setið undir í mörg, mörg ár og birtast í þessari frétt og í þessari spurningu. En málið er bara það að þetta hefur allt verið rannsakað. Af Rannsóknarnefnd Alþingis og síðan af slitastjórn bankans. Öll samskipti. Hver fór og hitti hvern á hvaða fundi, hvaða upplýsingar hafði hver. Ég var ekki í vinnunni við að undirbúa neyðarlögin. Ég var bara þingmaður á þessum tíma,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur svarað úttekt Stundarinnar með yfirlýsingu á Facebook síðu sinni í dag. En Stundin og breska blaðið the Guardian fjalla bæði um þessi mál í dag í samvinnu við Reykjavík Media sem stóð að frægu viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í mars 2016 sem síðar varð honum að falli.Finnst þér tímasetningin á þessum upplýsingum skipta máli?„Þessi erlendi blaðamaður sem hafði samband við mig sagði mér að þeir hefðu legið á þessum upplýsingum í margar vikur. Já, mér finnst tímasetningin merkileg og ég þori að fullyrða að það tengist kosningunum sem eru framundan,“ segir Bjarni Benediktsson.Viðtalið við Bjarna má finna í heild sinni hér.
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira