Gagnrýnir Gurrý og Biggest Loser: „Þessir þættir eru ógeð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2017 12:15 Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hefur allt sitt líf stundað íþróttir. Vísir/Stefán Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hjólar í Gurrý og Biggest Loser á Facebook síðu sinni í dag. „Ég veit varla hvar ég á að byrja! Þessir þættir eru ógeð! Viðhorf þjálfara til keppenda er ógeð!” segir Elva. Setur hún þar sérstaklega út á samtal Gurrýar við þátttakendurnar í sínu liði þegar þeir kvarta undan æfingaákefð og mataræði. Með færslu sinni deilir Elva frétt frá MBL þar sem sagt er frá því að flytja þurfti keppenda í Biggest Loser Ísland í sjúkrabíl af æfingu. Þátturinn var sýndur í gær.Ekki jákvætt að vera borinn út„Ég hef allt mitt líf stundað íþróttir. Ég æfði með Boot Camp Iceland í mörg ár og telst æfingakerfið í Boot Camp til eitt af erfiðustu æfingakerfunum sem í boði er á landinu. ALDREI nokkurn tímann hef ég upplifað það að þjálfarar telji það dæmi um góða og jákvæða æfingahörku að vera borinn út úr íþróttasalnum á sjúkrabörum! Aldrei nokkurn tímann hafa þjálfara Boot Camp öskrað á mig eða talað til mín á niðrandi nótum. Það er vel hægt að aðstoða fólk við að efla heilsu sína með uppbyggandi tali og hvatningu.” Áður hafði Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu gagnrýnt þættina og svaraði Gurrý þá fyrir sig í viðtali hjá Svala og Svavari á útvarpsstöðinni K100. „Við erum ekki að stuðla að fitufordómum. Það er fullt af fólki í ofþyngd sem er farið að æfa eftir Biggest Loser. Ég myndi segja við hana Töru að það sé kominn tími til að hún fari að skrifa eitthvað umbyggilegt í staðinn fyrir að gagnrýna aðra,“ sagði Gurrý í viðtalinu. Biður fólk að kynna sér rannsóknirÍ færslu sinni segir Elva að Gurrý viti augljóslega ekki um hvað samtökin snúast. „Þú hefur gagnrýnt mín samtök opinberlega, greinilega án þess að kynna þér fyrir hvað við stöndum og hvað við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Fræðslur, forvarnir gegn átröskunum, ótal pistlar og greinar um líðan, sjálfsmynd, líkamsmynd og heilsu er bara brot af því sem við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Og Gurrý.. ég hef einnig æft Crossfit, hlaupið hálfmaraþon og æfi kraftlyftingar eins og er. Ég veit fátt skemmtilegra en að mæta á æfingu og elska að reyna á mig. Og samt er ég í stjórn samtaka sem þú telur ala á slæmu líferni og gera ekkert annað en að sitja á rassinum og gagnrýna aðra.” Elva hvetur sýningaraðila þáttanna og áhorfendur til þess að kynna sér þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum þáttanna Biggest Loser. Í sumar birtust fréttir um að það hætt hefði verið framleiðslu á Biggest Loser í Bandaríkjunum eftir 17 þáttaraðir. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hjólar í Gurrý og Biggest Loser á Facebook síðu sinni í dag. „Ég veit varla hvar ég á að byrja! Þessir þættir eru ógeð! Viðhorf þjálfara til keppenda er ógeð!” segir Elva. Setur hún þar sérstaklega út á samtal Gurrýar við þátttakendurnar í sínu liði þegar þeir kvarta undan æfingaákefð og mataræði. Með færslu sinni deilir Elva frétt frá MBL þar sem sagt er frá því að flytja þurfti keppenda í Biggest Loser Ísland í sjúkrabíl af æfingu. Þátturinn var sýndur í gær.Ekki jákvætt að vera borinn út„Ég hef allt mitt líf stundað íþróttir. Ég æfði með Boot Camp Iceland í mörg ár og telst æfingakerfið í Boot Camp til eitt af erfiðustu æfingakerfunum sem í boði er á landinu. ALDREI nokkurn tímann hef ég upplifað það að þjálfarar telji það dæmi um góða og jákvæða æfingahörku að vera borinn út úr íþróttasalnum á sjúkrabörum! Aldrei nokkurn tímann hafa þjálfara Boot Camp öskrað á mig eða talað til mín á niðrandi nótum. Það er vel hægt að aðstoða fólk við að efla heilsu sína með uppbyggandi tali og hvatningu.” Áður hafði Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu gagnrýnt þættina og svaraði Gurrý þá fyrir sig í viðtali hjá Svala og Svavari á útvarpsstöðinni K100. „Við erum ekki að stuðla að fitufordómum. Það er fullt af fólki í ofþyngd sem er farið að æfa eftir Biggest Loser. Ég myndi segja við hana Töru að það sé kominn tími til að hún fari að skrifa eitthvað umbyggilegt í staðinn fyrir að gagnrýna aðra,“ sagði Gurrý í viðtalinu. Biður fólk að kynna sér rannsóknirÍ færslu sinni segir Elva að Gurrý viti augljóslega ekki um hvað samtökin snúast. „Þú hefur gagnrýnt mín samtök opinberlega, greinilega án þess að kynna þér fyrir hvað við stöndum og hvað við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Fræðslur, forvarnir gegn átröskunum, ótal pistlar og greinar um líðan, sjálfsmynd, líkamsmynd og heilsu er bara brot af því sem við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Og Gurrý.. ég hef einnig æft Crossfit, hlaupið hálfmaraþon og æfi kraftlyftingar eins og er. Ég veit fátt skemmtilegra en að mæta á æfingu og elska að reyna á mig. Og samt er ég í stjórn samtaka sem þú telur ala á slæmu líferni og gera ekkert annað en að sitja á rassinum og gagnrýna aðra.” Elva hvetur sýningaraðila þáttanna og áhorfendur til þess að kynna sér þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum þáttanna Biggest Loser. Í sumar birtust fréttir um að það hætt hefði verið framleiðslu á Biggest Loser í Bandaríkjunum eftir 17 þáttaraðir.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira