Newton hló að henni og sagði það vera fyndið að heyra konu spyrja um hlaupaleiðir er Jourdan Rodrigue frá Charlotte Observer spurði hann mjög góðrar spurningar.
Það fór allt af hjörunum við þessi ummæli Newton sem hefur heldur betur fengið að heyra það. Hann hefur líka dregið í land með sín ummæli.
Newton birti myndband á Twitter þar sem hann biðst afsökunar.
„Orðaval mitt var niðurlægjandi og vanvirðing við konur. Ég bið þá sem móðguðust innilega afsökunar,“ sagði Newton meðal annars en hann hefur þegar misst styrktaraðila út af þessu máli.
„Ég hef bæði misst styrktaraðila og aðdáendur út af þessu og ég geri mér grein fyrir því að brandarinn er á minn kostnað þegar upp er staðið. Ekki vera eins og ég. Verið betri en ég.“
— Cameron Newton (@CameronNewton) October 6, 2017