Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2017 21:00 Skeiðarárbrú eftir að henni var lokað. Nýi vegurinn til vinstri. Öræfajökull í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. Sú er innan við einn tíundi af lengd hinnar. Fjallað var um Skeiðarárbrú í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn, og Benedikt Ólason, verkefnisstjóra hjá Héraðsverki. Skeiðarárbrú er um 900 metra löng en í samanburðinum er nýjan brúin yfir Morsá óttaleg písl við hliðina, aðeins 68 metra löng. Eftir að Skeiðará breytti um farveg sumarið 2009 og flutti sig yfir í Gígjukvísl rann aðeins Morsá undir þetta mikla mannvirki. Því dugði minni brú, sem brúarflokkur Vegagerðarinnar lauk við í fyrrahaust, en Héraðsverk á Egilsstöðum lagði svo vegina að henni í sumar.Nýja brúin yfir Morsá. Gamla Skeiðarárbrúin til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gamla Skeiðarárbrúin var sjálf orðin farartálmi, - einbreið með fimm útskotum. Starfsmenn Héraðsverks urðu reglulega vitni að umferðarhnútum á brúnni í sumar. Benedikt lýsir því að stundum hafi legið við handalögmálum bílstjóra. „Þrjátíu bílar stíflaðir uppi á henni og allt á öðrum endanum. Stundum hefur mann langað að heyra hvað menn segja. Það hafa verið ljótu lætin stundum.“Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Reynir hjá Vegagerðinni á Höfn segir gott að losna við Skeiðarárbrú. Hún hafi verið orðin mjög léleg, einkum timburverkið í henni, og komið að miklu viðhaldi. Vígsla Skeiðarárbrúar árið 1974 er einn stærsti viðburðurinn í samgöngusögu Íslands en með henni opnaðist hringvegurinn. Brúin mátti reglulega þola Skeiðarárhlaup og stóðst þau öll þar til í nóvember árið 1996 þegar hún rofnaði eftir Gjálpargosið í Vatnajökli. Hún var svo opnuð á ný eftir viðgerð. Skeiðarárbrú gæti auðvitað staðið áfram um langa framtíð og kannski fengið nýtt hlutverk sem risastór minnisvarði um loftlagsbreytingar og þannig haldið stöðu sinni sem lengsta brú á Íslandi. Annars myndi krúnan færast yfir til Borgarfjarðarbrúar. „Það er ekki endanlega búið að ákveða hvað verður gert við hana. Menn eru svona að spá í hvað verður gert,“ segir Reynir.Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki, stendur á Skeiðarárbrú með nýju Morsárbrúna í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Benedikt hjá Héraðsverki lýsir sinni skoðun með vísu: „Lögst í dvala, löng ein brú, sú lengsta í þessu landi. Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina á mínútu 15:30 í fréttatímanum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. 2. nóvember 2013 19:09 Skeiðará komin yfir í Gígjukvísl „Við skjótum á að helmingurinn af Skeiðará sé farin yfir í Gígju,“ segir Jón Ragnarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Höfn. 15. júlí 2009 03:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. Sú er innan við einn tíundi af lengd hinnar. Fjallað var um Skeiðarárbrú í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn, og Benedikt Ólason, verkefnisstjóra hjá Héraðsverki. Skeiðarárbrú er um 900 metra löng en í samanburðinum er nýjan brúin yfir Morsá óttaleg písl við hliðina, aðeins 68 metra löng. Eftir að Skeiðará breytti um farveg sumarið 2009 og flutti sig yfir í Gígjukvísl rann aðeins Morsá undir þetta mikla mannvirki. Því dugði minni brú, sem brúarflokkur Vegagerðarinnar lauk við í fyrrahaust, en Héraðsverk á Egilsstöðum lagði svo vegina að henni í sumar.Nýja brúin yfir Morsá. Gamla Skeiðarárbrúin til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gamla Skeiðarárbrúin var sjálf orðin farartálmi, - einbreið með fimm útskotum. Starfsmenn Héraðsverks urðu reglulega vitni að umferðarhnútum á brúnni í sumar. Benedikt lýsir því að stundum hafi legið við handalögmálum bílstjóra. „Þrjátíu bílar stíflaðir uppi á henni og allt á öðrum endanum. Stundum hefur mann langað að heyra hvað menn segja. Það hafa verið ljótu lætin stundum.“Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Reynir hjá Vegagerðinni á Höfn segir gott að losna við Skeiðarárbrú. Hún hafi verið orðin mjög léleg, einkum timburverkið í henni, og komið að miklu viðhaldi. Vígsla Skeiðarárbrúar árið 1974 er einn stærsti viðburðurinn í samgöngusögu Íslands en með henni opnaðist hringvegurinn. Brúin mátti reglulega þola Skeiðarárhlaup og stóðst þau öll þar til í nóvember árið 1996 þegar hún rofnaði eftir Gjálpargosið í Vatnajökli. Hún var svo opnuð á ný eftir viðgerð. Skeiðarárbrú gæti auðvitað staðið áfram um langa framtíð og kannski fengið nýtt hlutverk sem risastór minnisvarði um loftlagsbreytingar og þannig haldið stöðu sinni sem lengsta brú á Íslandi. Annars myndi krúnan færast yfir til Borgarfjarðarbrúar. „Það er ekki endanlega búið að ákveða hvað verður gert við hana. Menn eru svona að spá í hvað verður gert,“ segir Reynir.Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki, stendur á Skeiðarárbrú með nýju Morsárbrúna í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Benedikt hjá Héraðsverki lýsir sinni skoðun með vísu: „Lögst í dvala, löng ein brú, sú lengsta í þessu landi. Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina á mínútu 15:30 í fréttatímanum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. 2. nóvember 2013 19:09 Skeiðará komin yfir í Gígjukvísl „Við skjótum á að helmingurinn af Skeiðará sé farin yfir í Gígju,“ segir Jón Ragnarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Höfn. 15. júlí 2009 03:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. 2. nóvember 2013 19:09
Skeiðará komin yfir í Gígjukvísl „Við skjótum á að helmingurinn af Skeiðará sé farin yfir í Gígju,“ segir Jón Ragnarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Höfn. 15. júlí 2009 03:30