Enski boltinn

Gylfi, Stóri Sam og félagar settu upp jólasveinahúfur og heimsóttu barnaspítala í Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmannahópur Everton ásamt Angry Birds lukkudýrinu.
Leikmannahópur Everton ásamt Angry Birds lukkudýrinu. mynd/twitter-síða everton
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton tóku sér smá frí frá æfingum í gær og heimsóttu barnaspítala í Liverpool. Þetta er árleg hefð hjá leikmönnum Everton.

Strákarnir hans Stóra Sams settu upp jólasveinahúfur (bláar að sjálfsögðu), spjölluðu við krakkana, færðu þeim gjafir og stilltu sér upp fyrir myndatökur. Með í för var Angry Birds lukkudýrið en Everton auglýsingar tölvuleikinn á búningum sínum.

Krakkarnir á barnaspítalanum fengu einnig heimsókn frá rauða liðinu í Liverpool fyrr í mánuðinum svo það hefur verið nóg um að vera hjá þeim á aðventunni.

Það var létt yfir leikmönnum Everton enda hefur þeim gengið allt í haginn á undanförnum vikum. Everton er taplaust undir stjórn Sams Allardyce og komið upp í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Everton tekur á móti Chelsea í hádeginu á morgun.


Tengdar fréttir

Gylfi: Næstu vikur geta breytt öllu

Gylfi Þór Sigurðsson telur að Everton geti umbreytt tímabilinu með því að ná góðum úrslitum í leikjum sínum yfir jólahátíðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×