Nýr sérfræðingur hefur verið ráðinn í einkabankaþjónustu Kviku fjárfestingabanka. Sá er Bjarki Sigurðsson.
Bjarki hefur starfað í hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1999. Bjarki starfaði þar við einkabankaþjónustu og verðbréfaráðgjöf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu bankans.
Þjónusta Kviku snýr aðallega að fjármálaumsýslu. Alls starfa 86 sérfræðingar við bankann. Í tilkynningunni kemur fram að bankinn sé eini bankinn sem er að fullu í eigu einkaaðila; lífeyrissjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Markmið einkabankaþjónustunnar er að vinna að eignasöfnun til langtíma. Einnig verður séð um persónuleg fjármál.

