1. deildarlið Breiðabliks er komið í undanúrslit Malt-bikarsins eftir dramatískan sigur á úrvalsdeildarliði Hattar í framlengdum leik í kvöld.
Leikurinn var í járnum lengstum og kom því ekki á óvart að það þyrfti að framlengja.
Í framlengingunni var allur vindur úr gestunum að austan sem voru teknir í bakaríið, 17-6, í framlengingunni.
Breiðablik er því komið í undanúrslit ásamt Haukum, KR og Tindastóli.
Breiðablik-Höttur 96-85 (20-22, 21-15, 20-19, 18-23, 17-6)
Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 27/9 fráköst, Snorri Vignisson 20/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 13, Halldór Halldórsson 11/6 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Þorbergur Ólafsson 8, Sveinbjörn Jóhannesson 6/5 fráköst, Leifur Steinn Arnason 0, Matthías Örn Karelsson 0, Guðjón Hlynur Sigurðarson 0, Sigurður Sölvi Sigurðarson 0, Hafþór Sigurðarson 0.
Höttur: Kevin Michaud Lewis 16/8 fráköst, Andrée Fares Michelsson 16/5 fráköst, Mirko Stefan Virijevic 14/17 fráköst/6 stoðsendingar, Bergþór Ægir Ríkharðsson 13/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 12/5 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 7, Gísli Þórarinn Hallsson 4, Nökkvi Jarl Óskarsson 3, Brynjar Snær Grétarsson 0, Stefán Númi Stefánsson 0.
Blikarnir hentu Hetti úr bikarnum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


