Innlent

Birgitta segir skilið við stjórnmálin

Anton Egilsson skrifar
Birgitta tilkynnti um þetta á Píraspjallinu á Facebook í dag.
Birgitta tilkynnti um þetta á Píraspjallinu á Facebook í dag. Vísir/Laufey
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, hefur segið skilið við stjórnmálin í bili. Greindi hún frá þessu í færslu á Pírataspjallinu á Facebook fyrr í dag. 

„Kæru félagar. Ég hef tekið þá ákvörðun að segja skilið við stjórnmálin í bili. Ég þakka öllum sem ég hef starfað með fyrir og á meðan ég var á þingi fyrir samstarfið,“ sagði Birgitta. 

Birgitta sem var þingflokksformaður Pírata á síðasta kjörtímabili lýsti því yfir í september síðastliðnum að hún myndi ekki koma til með að gefa kost á sér í nýafstöðnum alþingiskosningum. Birgitta tók fyrst sæti á Alþingi árið 2009 fyrir Borgarahreyfingfinga, sem síðar varð að Hreyfingunni. Hún hafði frá árinu 2013 setið á þingi fyrir Pírata. 






Tengdar fréttir

Ljóshærð Birgitta hættir eftir kjörtímabilið

Ljósir lokkar Birgittu Jónsdóttur stálu senunni í ræðustól þingmanna í eldhúsdagsumræðum Alþingis í vor, enda þekkt fyrir svartan makka. Hún segir að hún komist upp með að vera meira utan við sig sem ljóska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×