Erlent

Bill Maher í vanda eftir að hafa sagt N-orðið í beinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bill Maher er umdeildur.
Bill Maher er umdeildur. Vísir/Getty
Sjónvarpsstöðin HBO segir að ummæli þáttastjórnandans Bill Maher í beinni útsendingu í gærkvöldi séu „óafsakanleg og smekklaus. Þau verði fjarlægð úr endursýningum á þættinum. Ýmsir hafa krafist þess að Maher verði rekinn. The Guardian greinir frá.

Í þættinum í gær ræddi Maher við þingmanninn Ben Sasse. Sagði Sasse að hann myndi endilega vilja sjá Maher koma til Nebraska og „vinna á akrinum“

„Vinna á akrinum?“ svaraði Maher. „Þingmaður, ég er húsnegri.“

Sasse svaraði þessu ekki og að lokum útskýrði Maher að hann hafði einfaldlega verið að grínast.

Maher hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum og kallaði DeRay McKesson, aðgerðasinni í Black Lives Matter hreyfingunni sem berst fyrir félagslegu réttlæti í Bandaríkjunum að Maher yrði rekinn fyrir ummælin.

Maher hefur ekki viljað tjá sig eftir að ummælin voru látin falla. Talsmaður HBO sagði hins vegar í yfirlýsingu, líkt og fyrr segir, að ummælin væru ósmekkleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×