Erlent

Tuttugu drepnir í árás við útför í Kabúl

Atli Ísleifsson skrifar
Fólk flýr undan sprengingunum í Kabúl fyrr í dag.
Fólk flýr undan sprengingunum í Kabúl fyrr í dag. Vísir/EPA
Tuttugu manns hið minnsta létu lífið og 35 særðust í árás sem gerð var við útför manns í afgönsku höfuðborginni Kabúl í dag. Al Jazeera greinir frá því að þrjár sprengjur hafi sprungið í útförinni.

Verið var að fylgja Mohammad Salem Izedyar, sonar varaforseta afganska þingsins, til grafar en hann var einn af fimm mönnum sem lést þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í borginni í gær.  

Fjölmargir háttsettir stjórnmálamenn eiga að hafa verið viðstaddir útförina. Abdullah Abdullah, einn æðstu maður stjórnar Afganistan, er sagður hafa verið á staðnum, en talsmaður hans segir Abdullah hafa komist lífs undan.

Mótmælaaðgerðir hafa staðið yfir í Kabúl síðustu daga, eða frá því að níutíu manns fórust og fimm hundruð særðust í hryðjuverkaárás á miðvikudag.


Tengdar fréttir

Fimm látnir í óeirðum í Kabúl

Mótmælendur hafa krafist afsagnar ríkisstjórnar landsins í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í borginni á miðvikudag.

Tugir látnir eftir öfluga sprengingu

Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×