Erlent

Danir lækka verð á rafbílum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Danir lækka gjöld á rafbílum. Þessi rafbíll er hins vegar íslenskur.
Danir lækka gjöld á rafbílum. Þessi rafbíll er hins vegar íslenskur. vísir/óskar
Rafbílar í Danmörku munu lækka verulega í verði. Rafbílar voru undanþegnir gjöldum í tilraunaskyni til ársins 2015. Þegar því lauk hættu þeir næstum að seljast. Samkvæmt nýjum lögum um lækkun skráningargjalda munu margar tegundir rafbíla lækka í verði um 40 til 50 þúsund danskar krónur.

Nissan Leaf, sem áður kostaði 321 þúsund danskar krónur, mun til dæmis kosta um 275 þúsund danskar krónur.

Lögin taka gildi 1. júlí en bílasalar eru þegar farnir að lækka verðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×