Innlent

Yfir 25 milljónir á rúmri viku

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þorpið Nuugaatsiaq sem varð verst úti í flóðbylgjunni 17. júní.
Þorpið Nuugaatsiaq sem varð verst úti í flóðbylgjunni 17. júní. ARKTIK KOMMANDO
Íslendingar hafa á rúmri viku safnað yfir 25 milljónum króna til styrktar Grænlendingum sem eiga um sárt að binda vegna flóðbylgjunnar í vesturhluta landsins í þar síðustu viku. Um er að ræða landssöfnunina Vinátta í verki og er markmiðið að safna 50 milljónum króna.

Þá hefur ríkisstjórn Íslands samþykkt fjörutíu milljón króna framlag til Grænlands vegna eyðileggingarinnar. Jafnframt hafa aðstandendur söfnunarinnar; Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak og Hrókurinn, skorað á sveitarfélög landsins að taka höndum saman og minnst þess í verki að Grænlendingar efndu til landssöfnunar þegar snjóflóðið féll á Flateyri.

Fjórir fórust í flóðbylgjunni og er eyðileggingin af völdum hennar gríðarleg. Leit hefur staðið yfir að þremur fullorðnum og einu barni, en þeirri leit var hætt í dag.

Reikningsnúmer landssöfnunarinnar: 0334-26-056200

Kennitala: 450670-0499

Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.


Tengdar fréttir

Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt

Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og barni sem var saknað eftir flóðbylgjuna á þjóðhátíðaradginn hafi verið hætt. Fólkið er talið af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×