Efnilegasti handboltamaður landsins, Gísli Þorgeir Kristjánsson, skrifaði í dag undir nýjan samning við FH.
Það fór ekkert mjög hátt að Gísli væri samningslaus en hugur hans stóð alltaf til þess að framlengja við FH.
Vísir greindi frá því á dögunum að þýska stórliðið Kiel vildi semja við hann en yrði engu að síður áfram á Íslandi í einn vetur í viðbót.
Kristján Arason, faðir Gísla, staðfesti þessar fréttir við Vísi og sagði þá einnig að það væri alveg klárt að Gísli myndi spila eitt ár í viðbót á Íslandi.
Nú er orðið ljóst að það verður hjá FH.

