Ríkasti maður Alaska að kaupa eina stærstu hótelkeðju landsins Hörður Ægisson skrifar 28. júní 2017 07:00 EBITDA-hagnaður Keahótela var um milljarður í fyrra. Vísir/Ernir Bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, sem er með aðsetur í Anchorage í Alaska, er að ganga frá kaupum á eignarhaldsfélaginu Keahótelum, einni stærstu hótelkeðju landsins. Gert er ráð fyrir því að kaupsamningur verði tilbúinn á allra næstu dögum, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Keahótel reka samtals átta hótel víðsvegar um landið, meðal annars Hótel Borg og Apótek Hótel í Reykjavík. Heildarkaupverð á hótelkeðjunni verður í kringum sex milljarðar króna. Ekki hefur enn verið endanlega frágengið hvort JL Properties muni kaupa allt hlutafé Keahótela en viðræður hafa staðið yfir við fjárfestingarfélagið Varða Capital um að það hafi einnig aðkomu að viðskiptunum og kaupi um það bil fjórðungshlut, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eigendur Varða Capital eru Grímur Garðarsson, Jónas Hagan Guðmundsson og Bandaríkjamaðurinn Edward Mac Gillivray Schmidt. Fjárfestingarfélag þeirra kom meðal annars að fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu og er í hópi stærstu hluthafa Kviku banka með um 7,7 prósenta hlut. Á meðal þeirra sem eru að selja hlut sinn í Keahótelum er Horn II, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, en um þrjú ár eru liðin síðan sjóðurinn festi kaup á 60 prósenta hlut í hótelkeðjunni. Aðrir hluthafar Keahótela eru Tröllahvönn ehf., sem á 32 prósenta hlut í hótelfélaginu, og Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, en hann á átta prósenta hlut í gegnum félagið Selen ehf. Eigendur Tröllahvannar eru Andri Gunnarsson, Kristján M. Grétarsson, Fannar Ólafsson og Þórður Hermann Kolbeinsson. Hluthafar Keahótela settu félagið í söluferli í ársbyrjun, eins og greint var frá í Markaðnum 1. febrúar síðastliðinn, en það voru einkum erlendir fjárfestar sem sýndu hótelkeðjunni áhuga á meðan á ferlinu stóð, samkvæmt heimildum. Íslandsbanki hefur verið ráðgjafi seljenda við söluferlið.Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður og forstjóri JL Properties.JL Properties er stærsta fasteignaþróunarfélagið í Alaska en auk þess hefur fyrirtækið meðal annars komið að fjárfestingu í hótelverkefnum í Utah og Flórída. Stjórnarformaður og forstjóri JL Properties er Jonathan B. Rubini en samkvæmt árlegri úttekt tímaritsins Forbes var hann ríkasti maður Alaska árið 2015. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem fjárfestingarfélag með aðsetur í Anchorage í Alaska kemur að kaupum á íslensku fyrirtæki en fyrr á þessu ári var endanlega gengið frá kaupum eignastýringarfyrirtækisins PT Capital á helmingshlut í fjarskiptafélaginu Nova. Ráðgjafi PT Capital, rétt eins og í kaupum JL Properties á Keahótelum, voru Íslensk verðbréf. Rekstur Keahótela hefur gengið afar vel á undanförnum árum. Hagnaður félagsins á árinu 2015 nam 263 milljónum króna og næstum tvöfaldaðist frá fyrra ári. Þá var velta hótelkeðjunnar tæplega 1,7 milljarðar króna og jókst um liðlega 500 milljónir króna frá árinu 2014. EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – var um 372 milljónir á árinu 2015 og hækkaði um meira en 200 milljónir á milli ára. Ekki er enn búið að birta ársreikning fyrir síðasta rekstrarár en samkvæmt upplýsingum Markaðarins jókst EBITDA-hagnaður Keahótela umtalsvert á árinu 2016 og var samtals um einn milljarður. Sú aukning stafar einkum af því að hótelherbergjum sem heyra undir rekstur samstæðunnar fjölgaði mikið á tímabilinu vegna opnunar tveggja nýrra hótela í árslok 2015.Jónas Hagan Guðmundsson, hluthafi í Varða Capital.Keahótel reka sem fyrr segir átta hótel, fimm í Reykjavík og þrjú á Norðurlandi, en á síðustu tveimur árum hefur félagið opnað tvö ný hótel í Reykjavík – hótelin Skugga og Storm. Önnur hótel sem félagið starfrækir eru Reykjavík Lights, Apótek og Borg sem er að finna í Reykjavík. Á Akureyri eru hótelin tvö – Hótel Norðurland og Hótel Kea – auk þess sem Keahótel reka hótelið Gíg í Mývatnssveit. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, sem er með aðsetur í Anchorage í Alaska, er að ganga frá kaupum á eignarhaldsfélaginu Keahótelum, einni stærstu hótelkeðju landsins. Gert er ráð fyrir því að kaupsamningur verði tilbúinn á allra næstu dögum, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Keahótel reka samtals átta hótel víðsvegar um landið, meðal annars Hótel Borg og Apótek Hótel í Reykjavík. Heildarkaupverð á hótelkeðjunni verður í kringum sex milljarðar króna. Ekki hefur enn verið endanlega frágengið hvort JL Properties muni kaupa allt hlutafé Keahótela en viðræður hafa staðið yfir við fjárfestingarfélagið Varða Capital um að það hafi einnig aðkomu að viðskiptunum og kaupi um það bil fjórðungshlut, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eigendur Varða Capital eru Grímur Garðarsson, Jónas Hagan Guðmundsson og Bandaríkjamaðurinn Edward Mac Gillivray Schmidt. Fjárfestingarfélag þeirra kom meðal annars að fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu og er í hópi stærstu hluthafa Kviku banka með um 7,7 prósenta hlut. Á meðal þeirra sem eru að selja hlut sinn í Keahótelum er Horn II, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, en um þrjú ár eru liðin síðan sjóðurinn festi kaup á 60 prósenta hlut í hótelkeðjunni. Aðrir hluthafar Keahótela eru Tröllahvönn ehf., sem á 32 prósenta hlut í hótelfélaginu, og Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, en hann á átta prósenta hlut í gegnum félagið Selen ehf. Eigendur Tröllahvannar eru Andri Gunnarsson, Kristján M. Grétarsson, Fannar Ólafsson og Þórður Hermann Kolbeinsson. Hluthafar Keahótela settu félagið í söluferli í ársbyrjun, eins og greint var frá í Markaðnum 1. febrúar síðastliðinn, en það voru einkum erlendir fjárfestar sem sýndu hótelkeðjunni áhuga á meðan á ferlinu stóð, samkvæmt heimildum. Íslandsbanki hefur verið ráðgjafi seljenda við söluferlið.Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður og forstjóri JL Properties.JL Properties er stærsta fasteignaþróunarfélagið í Alaska en auk þess hefur fyrirtækið meðal annars komið að fjárfestingu í hótelverkefnum í Utah og Flórída. Stjórnarformaður og forstjóri JL Properties er Jonathan B. Rubini en samkvæmt árlegri úttekt tímaritsins Forbes var hann ríkasti maður Alaska árið 2015. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem fjárfestingarfélag með aðsetur í Anchorage í Alaska kemur að kaupum á íslensku fyrirtæki en fyrr á þessu ári var endanlega gengið frá kaupum eignastýringarfyrirtækisins PT Capital á helmingshlut í fjarskiptafélaginu Nova. Ráðgjafi PT Capital, rétt eins og í kaupum JL Properties á Keahótelum, voru Íslensk verðbréf. Rekstur Keahótela hefur gengið afar vel á undanförnum árum. Hagnaður félagsins á árinu 2015 nam 263 milljónum króna og næstum tvöfaldaðist frá fyrra ári. Þá var velta hótelkeðjunnar tæplega 1,7 milljarðar króna og jókst um liðlega 500 milljónir króna frá árinu 2014. EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – var um 372 milljónir á árinu 2015 og hækkaði um meira en 200 milljónir á milli ára. Ekki er enn búið að birta ársreikning fyrir síðasta rekstrarár en samkvæmt upplýsingum Markaðarins jókst EBITDA-hagnaður Keahótela umtalsvert á árinu 2016 og var samtals um einn milljarður. Sú aukning stafar einkum af því að hótelherbergjum sem heyra undir rekstur samstæðunnar fjölgaði mikið á tímabilinu vegna opnunar tveggja nýrra hótela í árslok 2015.Jónas Hagan Guðmundsson, hluthafi í Varða Capital.Keahótel reka sem fyrr segir átta hótel, fimm í Reykjavík og þrjú á Norðurlandi, en á síðustu tveimur árum hefur félagið opnað tvö ný hótel í Reykjavík – hótelin Skugga og Storm. Önnur hótel sem félagið starfrækir eru Reykjavík Lights, Apótek og Borg sem er að finna í Reykjavík. Á Akureyri eru hótelin tvö – Hótel Norðurland og Hótel Kea – auk þess sem Keahótel reka hótelið Gíg í Mývatnssveit. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira