Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Torrey Pines Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 11:30 Tiger lék á pari í gær en er dottinn úr leik. vísir/getty Endurkoma Tiger Woods á PGA-mótaröðina í golfi gekk ekki eins og vonast var eftir en Tiger mistókst að komast í gegn um niðurskurðinn og datt því úr leik eftir aðeins 36 holur í San Diego í gærkvöld. Tiger entist því stutt á Farmers Insurance-mótsinu en þetta var fyrsta mót hans á mótaröðinni í tæplega eitt og hálft ár. Sneri hann aftur á mótaröðina á vellinum þar sem hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2008 og hefur alls unnið átta mót. Tiger byrjaði ágætlega í gær og fékk fugl á þriðju holu en skollar á 5. og 10. braut gerðu honum erfitt fyrir. Sjá einnig: Versta byrjun Tiger á ferlinum Tókst honum að krækja í annan fugl og klára daginn á pari en slakur hringur hans á föstudaginn kostaði hann á endanum. Endaði hann því á að komast ekki í gegn um niðurskurðinn en þekktir golfarar á borð við Dustin Johnson, Jason Day og Rickie Fowler, komust heldur ekki í gegn um niðurskurðinn. Breski kylfingurinn Justin Rose er með eins högga forskot eftir tvo hringi á átta höggum undir pari en Adam Hadwin og Brandt Snedeker eru ekki langt undan. Sýnt verður frá þriðja degi Farmers Insurance-mótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18:00. Golf Tengdar fréttir Versta byrjun Tiger á ferlinum Spilaði á fjórum höggum yfir pari á fyrsta degi fyrsta PGA-móts ársins. 27. janúar 2017 08:30 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Endurkoma Tiger Woods á PGA-mótaröðina í golfi gekk ekki eins og vonast var eftir en Tiger mistókst að komast í gegn um niðurskurðinn og datt því úr leik eftir aðeins 36 holur í San Diego í gærkvöld. Tiger entist því stutt á Farmers Insurance-mótsinu en þetta var fyrsta mót hans á mótaröðinni í tæplega eitt og hálft ár. Sneri hann aftur á mótaröðina á vellinum þar sem hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2008 og hefur alls unnið átta mót. Tiger byrjaði ágætlega í gær og fékk fugl á þriðju holu en skollar á 5. og 10. braut gerðu honum erfitt fyrir. Sjá einnig: Versta byrjun Tiger á ferlinum Tókst honum að krækja í annan fugl og klára daginn á pari en slakur hringur hans á föstudaginn kostaði hann á endanum. Endaði hann því á að komast ekki í gegn um niðurskurðinn en þekktir golfarar á borð við Dustin Johnson, Jason Day og Rickie Fowler, komust heldur ekki í gegn um niðurskurðinn. Breski kylfingurinn Justin Rose er með eins högga forskot eftir tvo hringi á átta höggum undir pari en Adam Hadwin og Brandt Snedeker eru ekki langt undan. Sýnt verður frá þriðja degi Farmers Insurance-mótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18:00.
Golf Tengdar fréttir Versta byrjun Tiger á ferlinum Spilaði á fjórum höggum yfir pari á fyrsta degi fyrsta PGA-móts ársins. 27. janúar 2017 08:30 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Versta byrjun Tiger á ferlinum Spilaði á fjórum höggum yfir pari á fyrsta degi fyrsta PGA-móts ársins. 27. janúar 2017 08:30