Innlent

Slapp naumlega út úr brennandi íbúð

Gissur Sigurðsson skrifar
Allar stöðvar voru kallaðar út og var mikill eldur og reykur í íbúðinni.
Allar stöðvar voru kallaðar út og var mikill eldur og reykur í íbúðinni. vísir/stefán
Íbúi í kjallaraíbúð við Langholtsveg í Reykjavík slapp naumlega út þegar mikill eldur gaus upp í íbúðinni seint í gærkvöldi, og sakaði hann ekki. Lið frá öllum slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang og var götunni lokað.

Mikill eldur var í íbúðinni þegar það kom á vettvang og barst reykur inn í íbúðirnar fyrir ofan þannig að íbúar þar forðuðu sér út. Eldurinn logaði í stofu íbúðarinnar og gekk vel að slökkva hann, en íbúðin er stórskemmd og allt innbú gjör ónýtt.

Slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina og íbúðirnar fyrir ofan, en ójóst er hvort þar urðu skemmdir af reyk. Eldsupptök eru ókunn, en lögregla rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×