„Hvenær kaupir maður banka og hvenær kaupir maður ekki banka?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2017 13:45 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður, þegar skýrslan var afhent forseta Alþingis í gær. vísir/vilhelm „Ég heyri sagt að þú hafir keypt banka Jón Hreggviðsson,“ sagði Arnas Arnæus. „Er það rétt?“ Jón Hreggviðsson hófst við í sæti sínu og ansaði: „Hef ég keypt banka? Hef ég ekki keypt banka? Hver hefur keypt banka og hver hefur ekki keypt banka? Hvenær kaupir maður banka og hvenær kaupir maður ekki banka?“ Jón Hreggviðsson var aldrei viss um það hvort hann hefði eða hefði ekki keypt banka og það eru engar vísbendingar um það að Jón Hreggviðsson hafi keypt banka. Þetta er alveg sama staðan og Hauck & Aufhäuser er í í dag. Hauck & Aufhäuser keypti ekki banka árið 2003.“ Á þessum orðum hóf Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræðu sína á þingi í dag í umræðum um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum árið 2003 sem kynnt var í gær. Vilhjálmur vísaði í Íslandsklukkuna í ræðu sinni en hann hefur í fjölda ára haldið því fram að þýski bankinn hafi í raun aldrei verið eiginlegur kaupandi að hlut í Búnaðarbankanum og voru þær fullyrðingar hans staðfestar með skýrslunni í gær. Niðurstaða skýrslunnar er afdráttarlaus: þýski bankinn var í raun aldrei kaupandi að Búnaðarbankanum eins og það var kynnt fyrir stjórnvöldum, fjölmiðlum og almenningi á sínum tíma heldur var hann leppur fyrir aflandsfélagið Welling & Partners sem skráð var á Tortóla. Í síðari viðskiptum á grundvelli leynisamninga sem gerðir voru vegna kaupanna á Búnaðarbankanum hagnaðist aflandsfélagið um rúmlega 100 milljónir dollara og runnu 57,5 milljónir dollara af því fé inn á reikning aflandsfélags í eigu Ólafs Ólafssonar, Marine Choice Limited. 46,5 milljónir dollara runnu inn á reikning annars aflandsfélags, Dekhill Advisors Limited, en ekki er vitað með vissu hverjir voru eigendur þess félags.Brynjar Níelsson.Vísir/VilhelmÆtlar ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, sagði í umræðunum á þingi í dag að það sem skipti mestu máli nú sé að fara yfir aðkomu stjórnvalda að sölu bankans á sínum tíma. Þá er Brynjar ekki þeirrar skoðunar að þörf sé á að rannsaka einkavæðingu bankanna frekar, nema nýjar upplýsingar komi fram, og að þá fari fram rannsókn um einstök tilvik eða einstök atriði í stað þess að farið verði út í kostnaðarsama og mikla rannsókn án þess að raunverulega sé vitað hvert hún muni leiða. Hann sagði að skýrslan væri nú á borði stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem hefði nú það hlutverk að kynna sér efni hennar og taka ákvörðun um framhaldið, sem geti til að mynda falið í sér lagabreytingar og gagnrýni á vinnubrögð í stjórnsýslunni og eftir atvikum ráðherra. Brynjar kvaðst ekki ætla að hafa skoðun á innihaldinu nú. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því núna hvort stjórnvöld hafi staðið sig illa. Ég vil fara vandlega yfir þessi atriði, staðreyndir og gögn, og ég vil taka afstöðu til málsins þegar það hefur verið gert. Ég skora á alla að fara vandlega yfir þessa skýrslu og hafa líka þolinmæði og leyfa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að sinna hlutverki sínu við að fara yfir gögnin og koma með álit sitt og tillögur til þingsins í málinu,“ sagði Brynjar.Benedikt Jóhannesson.Vísir/Ernir„Hver skýlir sér á bak við grímu lundans?“ Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, velti upp þeim spurningum í ræðu sinni hvort hægt væri að treysta eftirlitsmönnum og hver hefði eftirlit með eftirlitinu því í kjölfar skýrslunnar höfðu vaknað spurningar um þátt eftirlitsstofnana og aðkomu þeirra og eftirliti með kaupunum. „Hver skýlir sér bak við grímu lundans? Skýrslan sem við ræðum hér vekur svo sannarlega upp spurningar um margt sem sneri að einkavæðingunni árið 2003. Ekki er nokkur vafi á því að margir voru blekktir og meðal annars margir sem ekki höfðu ástæðu til annars en að ætla að þeim væri sagt satt um kaupendur. En spurningar vakna um þátt eftirlitsstofnana og aðkomu þeirra að eðlilegu eftirliti með kaupum sem skiptu framtíð Íslands jafn miklu máli og einkavæðing tveggja ríkisbanka á sama tíma,“ sagði Benedikt en lundinn vísar í nafnið sem viðskiptafléttan var kölluð, „Puffin.“ Hann setti skýrsluna í samhengi við það að nú vildu erlendir aðilar kaupa íslenskan banka og vísaði þar án efa í það að fjórir erlendir fjárfestingasjóðir hafa keypt hluti í Arion banka. Ekki hefur þó fengist upplýst hverjir eru raunverulegir eigendur sjóðanna, og þar með bankans. „Hverjir standa á bak við þessa sjóði? Slóðin liggur til aflandseyja sem fram að hruni voru okkur flestum framandi eða óþekktar. Eru þessir sjóðir raunverulegir eigendur? Þeir segjast vera það, en þeir þurfa að leggja spilin á borðið. Virðulegi forseti. Síðastliðinn föstudag skrifaði ég Fjármálaeftirlitinu bréf með 11 spurningum sem lutu að eignarhaldi á þeim sjóðum eða fyrirtækjum sem höfðu keypt hluti í Arion banka. Í ljósi sögunnar þarf eignarhaldið að vera sannreynt með öllum ráðum. Ég vænti þess að FME svari svo fljótt sem auðið er. Ef ekki koma fram óyggjandi sannanir um það hverjir eru raunverulegir eigendur verður traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Fyrir okkur sem samfélag er það líka grundvallaratriði að við getum treyst eftirlitsmönnunum, Fjármálaeftirlitinu og Ríkisendurskoðun. Frú forseti. Við verðum að vita hver er bak við grímu lundans,“ sagði Benedikt.Svandís Svavarsdóttir.vísir/ernirTelja meirihluta á þingi fyrir því að rannsaka einkavæðinguna Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að með skýrslu rannsóknarnefndarinnar væru svo sannarlega komnar fram nýjar upplýsingar. Þær ættu að vera fullnægjandi til að hefja rannsókn á einkavæðingu bankanna árið 2003 í samræmi við þingsályktun Alþingis frá 2012. „Enda liggur nú fyrir, eftir fyrirspurnatímann í dag, og eru stærstu tíðindin í umræðunni hér að það er meiri hluti á Alþingi með því að taka til við rannsókn á á einkavæðingu bankanna í heild í samræmi við umrædda þingsályktun. Næstu skref eru því að taka til starfa í samræmi við þann vilja þótt formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi talað gegn því. Því ber að fagna,“ sagði Svandís. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á svipuðum nótum og Svandís og sagði einboðið að fylgja þingsályktuninni frá 2012 og fara í heildstæða rannsókn á einkavæðingu bankanna. „Þetta er „basic“. Nú vantar mig þýðingu til að fylgja þingsköpum alveg. Þetta er grundvallaratriði. Nákvæmlega. Ég skil ekki hvað menn eru að þráast við. Hæstvirtur fjármálaráðherra Benedikt Jóhannesson var afgerandi í því að þetta þyrfti að gera. Ég geri því ekki ráð fyrir öðru en að þingflokkur Viðreisnar sé sammála í því máli og hafi rætt það sín á milli og þá er meirihluti fyrir því í þinginu,“ sagði Jón Þór. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, velti því upp hvernig hægt væri að koma í veg svona hluti. Mikilvægast væri að upplýsa það sem hefur gerst og draga svo lærdóm af því svo hægt sé að tryggja að þetta gerist ekki aftur. „Það er augljóst að við þurfum að velta fyrir okkur og nota til þess okkar eigið brjóstvit að svona hlutir geta gerst. Nú hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mætt í sína reglubundnu heimsókn og gefið út skýrslu þar sem hann tekur undir gagnrýni, meðal annars okkar Framsóknarmanna, á það ferli sem hefur verið við sölu á hlut í Arion banka. Það er vissulega ekki ríkið sem er að selja heldur eru þeir eigendur að bankanum að einhverju leyti að selja sjálfum sér. Enn og aftur dúkkar upp viðurkenndur alþjóðlegur banki, Goldman Sachs, sem sagður er vera hluti af kaupunum, væntanlega til að auka við trúverðugleikann á kaupunum, en í þeim spurningum sem við höfum lagt hér fyrir, m.a. í efnahags- og viðskiptanefnd, hefur Fjármálaeftirlitið ekki getað svarað því hvort hann sé raunverulegur eigandi eða hvort það sé í þessu tilviki ekkert ósvipað ferli og var hér fyrir 15 árum,“ sagði Sigurður Ingi. Tengdar fréttir Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. 30. mars 2017 09:00 Fjármálaráðherra vill að einkavæðing bankanna verði rannsökuð Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, vill að einkavæðing bankanna árið 2003 verði rannsökuð. 30. mars 2017 11:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Ég heyri sagt að þú hafir keypt banka Jón Hreggviðsson,“ sagði Arnas Arnæus. „Er það rétt?“ Jón Hreggviðsson hófst við í sæti sínu og ansaði: „Hef ég keypt banka? Hef ég ekki keypt banka? Hver hefur keypt banka og hver hefur ekki keypt banka? Hvenær kaupir maður banka og hvenær kaupir maður ekki banka?“ Jón Hreggviðsson var aldrei viss um það hvort hann hefði eða hefði ekki keypt banka og það eru engar vísbendingar um það að Jón Hreggviðsson hafi keypt banka. Þetta er alveg sama staðan og Hauck & Aufhäuser er í í dag. Hauck & Aufhäuser keypti ekki banka árið 2003.“ Á þessum orðum hóf Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræðu sína á þingi í dag í umræðum um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum árið 2003 sem kynnt var í gær. Vilhjálmur vísaði í Íslandsklukkuna í ræðu sinni en hann hefur í fjölda ára haldið því fram að þýski bankinn hafi í raun aldrei verið eiginlegur kaupandi að hlut í Búnaðarbankanum og voru þær fullyrðingar hans staðfestar með skýrslunni í gær. Niðurstaða skýrslunnar er afdráttarlaus: þýski bankinn var í raun aldrei kaupandi að Búnaðarbankanum eins og það var kynnt fyrir stjórnvöldum, fjölmiðlum og almenningi á sínum tíma heldur var hann leppur fyrir aflandsfélagið Welling & Partners sem skráð var á Tortóla. Í síðari viðskiptum á grundvelli leynisamninga sem gerðir voru vegna kaupanna á Búnaðarbankanum hagnaðist aflandsfélagið um rúmlega 100 milljónir dollara og runnu 57,5 milljónir dollara af því fé inn á reikning aflandsfélags í eigu Ólafs Ólafssonar, Marine Choice Limited. 46,5 milljónir dollara runnu inn á reikning annars aflandsfélags, Dekhill Advisors Limited, en ekki er vitað með vissu hverjir voru eigendur þess félags.Brynjar Níelsson.Vísir/VilhelmÆtlar ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, sagði í umræðunum á þingi í dag að það sem skipti mestu máli nú sé að fara yfir aðkomu stjórnvalda að sölu bankans á sínum tíma. Þá er Brynjar ekki þeirrar skoðunar að þörf sé á að rannsaka einkavæðingu bankanna frekar, nema nýjar upplýsingar komi fram, og að þá fari fram rannsókn um einstök tilvik eða einstök atriði í stað þess að farið verði út í kostnaðarsama og mikla rannsókn án þess að raunverulega sé vitað hvert hún muni leiða. Hann sagði að skýrslan væri nú á borði stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem hefði nú það hlutverk að kynna sér efni hennar og taka ákvörðun um framhaldið, sem geti til að mynda falið í sér lagabreytingar og gagnrýni á vinnubrögð í stjórnsýslunni og eftir atvikum ráðherra. Brynjar kvaðst ekki ætla að hafa skoðun á innihaldinu nú. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því núna hvort stjórnvöld hafi staðið sig illa. Ég vil fara vandlega yfir þessi atriði, staðreyndir og gögn, og ég vil taka afstöðu til málsins þegar það hefur verið gert. Ég skora á alla að fara vandlega yfir þessa skýrslu og hafa líka þolinmæði og leyfa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að sinna hlutverki sínu við að fara yfir gögnin og koma með álit sitt og tillögur til þingsins í málinu,“ sagði Brynjar.Benedikt Jóhannesson.Vísir/Ernir„Hver skýlir sér á bak við grímu lundans?“ Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, velti upp þeim spurningum í ræðu sinni hvort hægt væri að treysta eftirlitsmönnum og hver hefði eftirlit með eftirlitinu því í kjölfar skýrslunnar höfðu vaknað spurningar um þátt eftirlitsstofnana og aðkomu þeirra og eftirliti með kaupunum. „Hver skýlir sér bak við grímu lundans? Skýrslan sem við ræðum hér vekur svo sannarlega upp spurningar um margt sem sneri að einkavæðingunni árið 2003. Ekki er nokkur vafi á því að margir voru blekktir og meðal annars margir sem ekki höfðu ástæðu til annars en að ætla að þeim væri sagt satt um kaupendur. En spurningar vakna um þátt eftirlitsstofnana og aðkomu þeirra að eðlilegu eftirliti með kaupum sem skiptu framtíð Íslands jafn miklu máli og einkavæðing tveggja ríkisbanka á sama tíma,“ sagði Benedikt en lundinn vísar í nafnið sem viðskiptafléttan var kölluð, „Puffin.“ Hann setti skýrsluna í samhengi við það að nú vildu erlendir aðilar kaupa íslenskan banka og vísaði þar án efa í það að fjórir erlendir fjárfestingasjóðir hafa keypt hluti í Arion banka. Ekki hefur þó fengist upplýst hverjir eru raunverulegir eigendur sjóðanna, og þar með bankans. „Hverjir standa á bak við þessa sjóði? Slóðin liggur til aflandseyja sem fram að hruni voru okkur flestum framandi eða óþekktar. Eru þessir sjóðir raunverulegir eigendur? Þeir segjast vera það, en þeir þurfa að leggja spilin á borðið. Virðulegi forseti. Síðastliðinn föstudag skrifaði ég Fjármálaeftirlitinu bréf með 11 spurningum sem lutu að eignarhaldi á þeim sjóðum eða fyrirtækjum sem höfðu keypt hluti í Arion banka. Í ljósi sögunnar þarf eignarhaldið að vera sannreynt með öllum ráðum. Ég vænti þess að FME svari svo fljótt sem auðið er. Ef ekki koma fram óyggjandi sannanir um það hverjir eru raunverulegir eigendur verður traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Fyrir okkur sem samfélag er það líka grundvallaratriði að við getum treyst eftirlitsmönnunum, Fjármálaeftirlitinu og Ríkisendurskoðun. Frú forseti. Við verðum að vita hver er bak við grímu lundans,“ sagði Benedikt.Svandís Svavarsdóttir.vísir/ernirTelja meirihluta á þingi fyrir því að rannsaka einkavæðinguna Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að með skýrslu rannsóknarnefndarinnar væru svo sannarlega komnar fram nýjar upplýsingar. Þær ættu að vera fullnægjandi til að hefja rannsókn á einkavæðingu bankanna árið 2003 í samræmi við þingsályktun Alþingis frá 2012. „Enda liggur nú fyrir, eftir fyrirspurnatímann í dag, og eru stærstu tíðindin í umræðunni hér að það er meiri hluti á Alþingi með því að taka til við rannsókn á á einkavæðingu bankanna í heild í samræmi við umrædda þingsályktun. Næstu skref eru því að taka til starfa í samræmi við þann vilja þótt formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi talað gegn því. Því ber að fagna,“ sagði Svandís. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á svipuðum nótum og Svandís og sagði einboðið að fylgja þingsályktuninni frá 2012 og fara í heildstæða rannsókn á einkavæðingu bankanna. „Þetta er „basic“. Nú vantar mig þýðingu til að fylgja þingsköpum alveg. Þetta er grundvallaratriði. Nákvæmlega. Ég skil ekki hvað menn eru að þráast við. Hæstvirtur fjármálaráðherra Benedikt Jóhannesson var afgerandi í því að þetta þyrfti að gera. Ég geri því ekki ráð fyrir öðru en að þingflokkur Viðreisnar sé sammála í því máli og hafi rætt það sín á milli og þá er meirihluti fyrir því í þinginu,“ sagði Jón Þór. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, velti því upp hvernig hægt væri að koma í veg svona hluti. Mikilvægast væri að upplýsa það sem hefur gerst og draga svo lærdóm af því svo hægt sé að tryggja að þetta gerist ekki aftur. „Það er augljóst að við þurfum að velta fyrir okkur og nota til þess okkar eigið brjóstvit að svona hlutir geta gerst. Nú hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mætt í sína reglubundnu heimsókn og gefið út skýrslu þar sem hann tekur undir gagnrýni, meðal annars okkar Framsóknarmanna, á það ferli sem hefur verið við sölu á hlut í Arion banka. Það er vissulega ekki ríkið sem er að selja heldur eru þeir eigendur að bankanum að einhverju leyti að selja sjálfum sér. Enn og aftur dúkkar upp viðurkenndur alþjóðlegur banki, Goldman Sachs, sem sagður er vera hluti af kaupunum, væntanlega til að auka við trúverðugleikann á kaupunum, en í þeim spurningum sem við höfum lagt hér fyrir, m.a. í efnahags- og viðskiptanefnd, hefur Fjármálaeftirlitið ekki getað svarað því hvort hann sé raunverulegur eigandi eða hvort það sé í þessu tilviki ekkert ósvipað ferli og var hér fyrir 15 árum,“ sagði Sigurður Ingi.
Tengdar fréttir Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. 30. mars 2017 09:00 Fjármálaráðherra vill að einkavæðing bankanna verði rannsökuð Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, vill að einkavæðing bankanna árið 2003 verði rannsökuð. 30. mars 2017 11:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00
Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. 30. mars 2017 09:00
Fjármálaráðherra vill að einkavæðing bankanna verði rannsökuð Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, vill að einkavæðing bankanna árið 2003 verði rannsökuð. 30. mars 2017 11:15