Innlent

Maðurinn sem leitað var að er fundinn

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Björgunarmenn að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint.
Björgunarmenn að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Ernir
Maðurinn sem leitað var að í kvöld er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann er heill á húfi og fannst á þeim stað þar sem björgunarsveitarmenn töldu að hann væri staðsettur.

Um 40 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru komin af stað í aðgerðinu. Sökum erfiðrar staðsetningar þótti öruggast að boða fleiri en færri ef leita þyrfti að manninum. Mikill kuldi hefur verið á þessum slóðum og mældist til að mynda rúmlega 20 stiga frost í Veiðivötnum í dag.

Rétt fyrir klukkan sex í dag voru björgunarsveitir á Suðurlandi boðaðar út vegna manns sem var í vanda austur af Hofsjökli. Maðurinn var á göngu yfir hálendið og óskaði sjálfur eftir aðstoð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var boðuð út í aðgerðina ásamt fleiri hópum frá björgunarsveitum sem fóru um svæðið á snjósleðum og með snjóbíl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×