Erlent

Franskt stórblað hættir að birta skoðanakannanir

Atli Ísleifsson skrifar
Aðalritstjórinn Stephane Albouy segir ákvörðunina ekki ætlaða sem árás á skoðanakönnunarfyrirtækin.
Aðalritstjórinn Stephane Albouy segir ákvörðunina ekki ætlaða sem árás á skoðanakönnunarfyrirtækin. Vísir/AFP
Franska stórblaðið Le Parisien segist ekki ætla að birta niðurstöður skoðanakannanna fram að frönsku forsetakosningunum sem fram fara í vor.

„Við ætlum að nálgast þessar kosningar á annan hátt,“ sagði Stephane Albouy, aðalritstjóri Le Parisien og Aujourd’hui en France í viðtali á útvarpsviðtali á France Inter. Frá þessu segir í frétt Digtal Journal.

Albouy segir ákvörðunina ekki ætlaða sem árás á skoðanakönnunarfyrirtæki, heldur vilji blöðin einungis fara aðra leið í aðdraganda kosninga að þessu sinni. Fyrirtækin hafa mikið verið gagnrýnd síðustu misserin fyrir að hafa ekki spáð fyrir um niðurstöður bandarísku forsetakosninganna og Brexit-atkvæðagreiðslunnar svo dæmi sé tekið. „Þið munið ekki sjá neinar skoðanakannanir á næstu mánuðum,“ segir Albouy.

Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 23. apríl. Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta verður kosið milli tveggja efstu þann 7. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×