Erlent

Tveggja ára drengur bjargaði tvíburabróður sínum þegar kommóða féll á hann

Atli Ísleifsson skrifar
Drengirnir, Brock og Bowdy, höfðu verið að leika einir í herberginu og prílað í skúffunum þegar slysið varð.
Drengirnir, Brock og Bowdy, höfðu verið að leika einir í herberginu og prílað í skúffunum þegar slysið varð.
Tveggja ára drengur í Utah bjargaði nýverið tvíburabróður sínum eftir að hann festist undir kommóðu sem hafði fallið á hann. Drengirnir, Brock og Bowdy, höfðu verið að leika einir í herberginu og prílað í skúffunum þegar slysið varð.

Foreldrar drengjanna hafa nú birt myndband sem náðist af atvikinu úr öryggismyndavél sem hafði verið komið upp í svefnherbergi drengjanna. Segjast þau hafa gert það til að brýna fyrir fólki að festa húsgögn við vegg til að koma í veg fyrir slys sem þetta.

Foreldrarnir voru báðir á neðri hæð hússins þegar slysið varð og urðu ekki vör við það sem gerðist fyrr en síðar.

Sjá má myndbandið að neðan.

Í frétt Daily Mail segir að 25.400 börn slasist á ári hverju í Bandaríkjunum eftir að hafa fengið húsgögn yfir sig. Að meðaltali látast tvö börn í mánuði af völdum slíkra slysa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×