Erlent

Um fjörutíu féllu í árás í Bagdad

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Hermenn skoða vegsummerki á vettvangi sprengjuárásarinnar í Sadr-hverfinu í Bagdad í gær.
Hermenn skoða vegsummerki á vettvangi sprengjuárásarinnar í Sadr-hverfinu í Bagdad í gær. vísir/afp
Sjálfsvígsárás í Bagdad kostaði hátt í fjörutíu manns lífið í gær. Um sextíu særðust að auki.

Árásin var gerð með bílsprengju á fjölförnu torgi í Sadr City, sem er hverfi þar sem einkum búa sjía-múslimar.

Stuttu síðar var gerð önnur sprengjuárás nálægt sjúkrahúsi í borginni og þar létu þrír lífið.

Vígasamtökin Daish, eða Íslamskt ríki eins og þau kalla sig, segjast bera ábyrgð á báðum árásunum, en þeim er illa við sjía-múslima.

Ofbeldi hefur aukist í Bagdad, höfuðborg Íraks, undanfarna mánuði eftir að stjórnarherinn hóf, ásamt hersveitum Kúrda, sókn gegn Daish í borginni Mosúl, sem samtökin hafa haft á sínu valdi síðan sumarið 2014.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×