Afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu á hundrað ára fæðingarafmælinu atli ísleifsson skrifar 20. febrúar 2017 13:53 Listakonan Louisa Matthíasdóttir flutti í Höfða ásamt foreldrum sínum árið 1924, þegar hún var átta ára. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu Matthíasdóttur myndlistarkonu við Höfða fyrr í dag. Louisa var fædd þann 20. febrúar árið 1917 og fór athöfnin því fram á hundrað ára fæðingarafmæli listakonunnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Louisa hafi flutt í Höfða ásamt foreldrum sínum Matthíasi Einarssyni lækni og konu hans Ellen Einarsson árið 1924, þegar hún var átta ára. Fjölskyldan bjó þar til ársins 1937. „Louisa byrjaði snemma að teikna og mála og hafði næmt auga fyrir hinu nálæga og hinu einfalda. Hún eignaðist félaga í hópi ungs fólks sem hittist gjarnan í Unuhúsi, en þar var athvarf skálda og listamanna í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldar. Hún fór til listnáms í Danmörku og síðar til Parísar en sneri aftur heim árið 1939. Árið 1942 fór hún til New York til frekara myndlistarnáms og þar kynntist hún eiginmanni sínum listmálaranum Leland Bell. Þau settust að í borginni og eignuðust eina dóttur Temmu Bell.Borgarstjóri við menningarmerkið fyrr í dag.Reykjavíkurborg.Louisa vakti athygli í New York fyrir málverk sem fönguðu nær umhveri hennar á einstaklega næman hátt. Hún málaði myndir af fjölskyldunni, heimilisdýrunum og þegar líða tók á ferilinn málverk sem sýndu minningar frá Íslandi. Einfaldleiki verkanna og einlægni listakonunnar vöktu athygli listgagnrýnenda í hringiðu listalífs stórborgarinnar. Louisa tilheyrði hópi virtra listamanna vestanhafs og hélt sína fyrstu einkasýningu í Jane Street Galleríinu árið 1948 og árið 1958 í Tanager Gallery, auk þess sem hún tók þátt í fjölda samsýninga. Í áraraðir sýndi Louisa ekki mikið hér á landi en árið 1993 var efnt til sýningar á verkum hennar á Kjarvalsstöðum og hún var einnig meðal 28 íslenskra listamanna sem áttu verk á sýningunni íslensk málverk á 20. öld í Hong Kong og síðar í Peking árið 1998. Hún átti einnig verk á sýningu tólf kvenna í Norræna húsinu árið 1998 og það sama ár var fyrsta sýningin á pastelmyndum hennar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Listasafn Reykjavíkur undirbýr nú viðamikla yfirlitssýningu á verkum frá ferli listakonunnar sem opnuð verður þann 6. maí næstkomandi í vestursal Kjarvalsstaða. Þar gefst kærkomið tækifæri til að fá yfirsýn yfir feril listakonu sem á einstakan hátt hefur túlkað íslenskt landslag. Sýningarstjóri er Jón Proppé og stendur sýningin til 17. september,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu Matthíasdóttur myndlistarkonu við Höfða fyrr í dag. Louisa var fædd þann 20. febrúar árið 1917 og fór athöfnin því fram á hundrað ára fæðingarafmæli listakonunnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Louisa hafi flutt í Höfða ásamt foreldrum sínum Matthíasi Einarssyni lækni og konu hans Ellen Einarsson árið 1924, þegar hún var átta ára. Fjölskyldan bjó þar til ársins 1937. „Louisa byrjaði snemma að teikna og mála og hafði næmt auga fyrir hinu nálæga og hinu einfalda. Hún eignaðist félaga í hópi ungs fólks sem hittist gjarnan í Unuhúsi, en þar var athvarf skálda og listamanna í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldar. Hún fór til listnáms í Danmörku og síðar til Parísar en sneri aftur heim árið 1939. Árið 1942 fór hún til New York til frekara myndlistarnáms og þar kynntist hún eiginmanni sínum listmálaranum Leland Bell. Þau settust að í borginni og eignuðust eina dóttur Temmu Bell.Borgarstjóri við menningarmerkið fyrr í dag.Reykjavíkurborg.Louisa vakti athygli í New York fyrir málverk sem fönguðu nær umhveri hennar á einstaklega næman hátt. Hún málaði myndir af fjölskyldunni, heimilisdýrunum og þegar líða tók á ferilinn málverk sem sýndu minningar frá Íslandi. Einfaldleiki verkanna og einlægni listakonunnar vöktu athygli listgagnrýnenda í hringiðu listalífs stórborgarinnar. Louisa tilheyrði hópi virtra listamanna vestanhafs og hélt sína fyrstu einkasýningu í Jane Street Galleríinu árið 1948 og árið 1958 í Tanager Gallery, auk þess sem hún tók þátt í fjölda samsýninga. Í áraraðir sýndi Louisa ekki mikið hér á landi en árið 1993 var efnt til sýningar á verkum hennar á Kjarvalsstöðum og hún var einnig meðal 28 íslenskra listamanna sem áttu verk á sýningunni íslensk málverk á 20. öld í Hong Kong og síðar í Peking árið 1998. Hún átti einnig verk á sýningu tólf kvenna í Norræna húsinu árið 1998 og það sama ár var fyrsta sýningin á pastelmyndum hennar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Listasafn Reykjavíkur undirbýr nú viðamikla yfirlitssýningu á verkum frá ferli listakonunnar sem opnuð verður þann 6. maí næstkomandi í vestursal Kjarvalsstaða. Þar gefst kærkomið tækifæri til að fá yfirsýn yfir feril listakonu sem á einstakan hátt hefur túlkað íslenskt landslag. Sýningarstjóri er Jón Proppé og stendur sýningin til 17. september,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira