Airbnb dýrast á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 20:00 Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. Vefsíðan Voucher Cloud kannaði meðalverð á Airbnb gistinu í allri Evrópu. Leitað var að gistingu fyrir eina manneskju í febrúar síðastliðnum og verðið á því við utan háannatíma og gæti því orðið hærra.Gisting í gegnum síðuna er langdýrust á Íslandi og er meðalverðið hér um 15.400 krónur. Næstdýrust er gistingin í Svíþjóð á 11.200 krónur. Ísland er þar með um 38 prósentum dýrara. Fyrir vikuleigu í Reykjavík borgar ferðamaðurinn þar með um 108 þúsund krónur samanborið við 78 þúsund krónur í Stokkhólmi. Hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir mikinn verðmun ekki koma á óvart í ljósi þess hversu dýr gisting sé almennt á Íslandi. „Verð á gistingu hér er mjög hátt miðað við í öðrum löndum. Það er hærra en á flestum hinum Norðurlöndum og í erlendri mynt hefur það meira en tvöfaldast frá árinu 2010," segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur. Ein helsta ástæðan er gríðarleg eftirspurn. Ferðamannastraumurinn er það mikill og nýtingin á hótelum það góð að hægt er að verðleggja Airbnb gistinguna á þennan hátt. „Þetta er fyrst og fremst út af því að það hefur orðið þessi gríðarlega fjölgun ferðamanna sem eykur eftirspurnina svona mikið auk þess sem nýtingartölur á hótelum eru mjög góðar í evrópsku samhengi. Á sama tíma hefur krónan síðan styrkst," segir Konráð. Aðstæður á húsnæðismarkaðnum hér á landi hafa þó einnig áhrif. Samhliða hærra almennu leiguverði hækkar verð á Aribnb gistingu. „Ein af ástæðunum fyrir því að hún hefur hækkað svona mikið og verið svona há er að leiguverð hefur verið hækkandi þannig að fórnarkostnaðurinn við að leigja út Airbnb er alltaf að hækka." Konráð segir ólíklegt að þessar verðhækkanir haldi áfram með sama takti þar sem útlit er fyrir að mesti vöxturinn í ferðaþjónustunni sé liðinn. „Út frá því á maður erfitt með að sjá fram á að það verði svona miklar verðhækkanir í erlendri mynt allavega. En svo náttúrulega hvaða áhrif krónan mun hafa á verðið er erfiðara að spá fyrir um," segir Konráð. Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. Vefsíðan Voucher Cloud kannaði meðalverð á Airbnb gistinu í allri Evrópu. Leitað var að gistingu fyrir eina manneskju í febrúar síðastliðnum og verðið á því við utan háannatíma og gæti því orðið hærra.Gisting í gegnum síðuna er langdýrust á Íslandi og er meðalverðið hér um 15.400 krónur. Næstdýrust er gistingin í Svíþjóð á 11.200 krónur. Ísland er þar með um 38 prósentum dýrara. Fyrir vikuleigu í Reykjavík borgar ferðamaðurinn þar með um 108 þúsund krónur samanborið við 78 þúsund krónur í Stokkhólmi. Hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir mikinn verðmun ekki koma á óvart í ljósi þess hversu dýr gisting sé almennt á Íslandi. „Verð á gistingu hér er mjög hátt miðað við í öðrum löndum. Það er hærra en á flestum hinum Norðurlöndum og í erlendri mynt hefur það meira en tvöfaldast frá árinu 2010," segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur. Ein helsta ástæðan er gríðarleg eftirspurn. Ferðamannastraumurinn er það mikill og nýtingin á hótelum það góð að hægt er að verðleggja Airbnb gistinguna á þennan hátt. „Þetta er fyrst og fremst út af því að það hefur orðið þessi gríðarlega fjölgun ferðamanna sem eykur eftirspurnina svona mikið auk þess sem nýtingartölur á hótelum eru mjög góðar í evrópsku samhengi. Á sama tíma hefur krónan síðan styrkst," segir Konráð. Aðstæður á húsnæðismarkaðnum hér á landi hafa þó einnig áhrif. Samhliða hærra almennu leiguverði hækkar verð á Aribnb gistingu. „Ein af ástæðunum fyrir því að hún hefur hækkað svona mikið og verið svona há er að leiguverð hefur verið hækkandi þannig að fórnarkostnaðurinn við að leigja út Airbnb er alltaf að hækka." Konráð segir ólíklegt að þessar verðhækkanir haldi áfram með sama takti þar sem útlit er fyrir að mesti vöxturinn í ferðaþjónustunni sé liðinn. „Út frá því á maður erfitt með að sjá fram á að það verði svona miklar verðhækkanir í erlendri mynt allavega. En svo náttúrulega hvaða áhrif krónan mun hafa á verðið er erfiðara að spá fyrir um," segir Konráð.
Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira