Erlent

Síðasta embættisverki Filippusar prins lokið

Kjartan Kjartansson skrifar
Hertoginn af Edinborg heilsaði upp á breska sjóliða í síðustu embættisathöfn sinni í dag. Filippus prins er 96 ára gamall og dregur sig nú í hlé frá opinberum störfum.

Drottningarmaðurinn tilkynnti um ákvörðun sína að stíga úr sviðsljósinu í maí. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Filippus hafi tekið þátt í 22.219 athöfnum á eigin spýtur frá árinu 1952.

Theresa May, forsætisráðherra, þakkaði prinsinum fyrir merkilega ævilanga þjónustu sína í skilaboðum á Twitter. Sagðist hún vonast til þess að hann nyti þess að fara á eftirlaun.

Þó að Filippus hafi nú dregið sig í hlé gæti hann enn mætt á vissa viðburði með eiginkonu sinni, Elísabetu drottningu.

Hertoginn af Edinborg er orðinn 96 ára gamall og líklega hvíldinni feginn.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×