Erlent

Björguðu erni frá drukknun

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir humarveiðimenn frá Maine í Bandaríkjunum komu skallaerni sem var nærri því drukknaður í Atlantshafinu til bjargar á dögunum. Í fyrstu reyndu þeir að smala honum í land, en töldu fljótt að örninn væri við það að gefast upp. Sérfræðingar segja að miðað við myndbönd sem sjómennirnir tóku sé ljóst að þeir hafi bjargað erninum frá drukknun. Hann er talinn hafa lent í sjónum við það að reyna að veiða fisk.

„Ég vissi að hann myndi ekki ná í land. Það var ekki mjög langt, en gæti hann synt í land? Það hefði verið erfitt fyrir hann,“ segir John Chipman í samtali við héraðsmiðilinn Bangor Daily News. Hinn sjómaðurinn heitir Kevin Meany.



Þegar þeir nálguðust örninn á báti sínum sáu þeir að hann var að reyna að komast upp á bauju en gat það ekki. Þar að auki reyndi hann að komast um borð í bátinn. Þeir prófuðu að setja björgunarhring í sjóinn, en hann var ekki nægilega stöðugur.

Því brugðu þeir á það ráð að binda lok ofan á björgunarhring og setja á flot. Örninn komst upp á það og þeir tóku hann um borð. Þeir segja örninn hafa verið rólegan á meðan þeir tóku hann um borð og annar þeirra klappaði honum.

Örninn var um borð hjá þeim í um 40 mínútur, en svo flaug hann af stað.

Fyrst reyndu sjómennirnir að reka fuglinn í land.

A post shared by Theresa (@lobstahlady) on

þeir bundu svo saman björgunarhring og lok sem örninn komst upp á.

My husband and his sternman rescued a one eyed eagle today.

A post shared by Theresa (@lobstahlady) on

Örninn var hinn rólegasti um borð og klappaði annar sjómaðurinn honum.

A post shared by Theresa (@lobstahlady) on

Eftir að hafa safnað orku í um 40 mínútur flaug örninn í land.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×