Matthías Vilhjálmsson og Daníel Leó Grétarsson eru í liði 12. umferðar norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hjá tölfræðisíðunni WhoScored.com.
Matthías fékk 8,5 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 3-1 sigri Rosenborg á Strömsgodset. Matthías lagði upp annað mark Rosenborg og skoraði það þriðja. Markið var hans sjöunda í síðustu fimm leikjum í deild og bikar. Rosenborg situr á toppi norsku deildarinnar.
Auk þess að skora og leggja upp vann Matthías fimm skallabolta í leiknum og gaf fjórar lykilsendingar.
Daníel Leó fékk 8,1 í einkunn fyrir frammistöðu sína 0-1 tapi Aalesund fyrir Haugesund á heimavelli.
Daníel Leó vann fimm skallabolta í leiknum, fjórar tæklingar, komst fyrir tvö skot og hreinsaði sjö sinnum frá marki Aalesund.
Þessi 21 árs gamli Grindvíkingur hefur spilað vel í síðustu leikjum Aalesund sem er í 5. sæti norsku deildarinnar.
Matthías og Daníel Leó í liði umferðarinnar
Tengdar fréttir
Sjö mörk í síðustu fimm leikjum hjá Matthíasi
Matthías Vilhjálmsson skoraði og lagði upp mark í 3-1 sigri Rosenborg á Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.