Vegan vörur víða uppseldar í verslunum yfir hátíðarnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2017 20:00 Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Undanfarin ár hefur þeim fjölgað stöðugt að sögn Lilju Rósar Olsen, formanns Vegansamtakanna á Íslandi, og sést það vel á eftirspurn eftir jólamatnum í ár. „Það var rosalega mikið af vörum sem voru uppseldar á flestum stöðum,“ segir Lilja Rós. Það er vinsælt meðal grænkera að borða hnetusteik eða wellington steik með gervikjöti eða grænmeti bökuðu í smjördeigi á jólunum. Þá er notuð sérstök vegan mjólk eða sérstakur vegan rjómi í sósur og eftirrétti. „Það var ekki til smjördeig. Oatly merkið sem er með mjólkina og rjómann, þar var bara allt búið. Gardin er vinsælt vegna merki sem fólk er að kaupa mikið og þeir eru með holiday roast fyrir jólin. Margir sem ætluðu að hafa hana veit ég en hún var uppseld,“ segir Lilja Rós. Þá hafi matsölustaðurinn Gló hætt óvenju snemma að taka við pöntunum á hnetusteik í ár þar sem þeir höfðu ekki undan. „Þeir sem voru ekki tímanlega þurftu jafnvel að fara í þrjár fjórar búðir til að finna það sem þeir ætluðu að fá og voru heppnir ef þeir fundu það,“ segir Lilja Rós. Hún hefur verið grænkeri í um tvö ár og segist hafa tekið eftir miklum breytingum frá því um jólin í fyrra. „Það eru klárlega fleiri að verða vegan. Ég fann ekki fyrir því síðustu jól að það væri verið að spurja svona mikið eins og núna. Eins og á Vegan Ísland Facebook grúppunni. Þetta var ekki svona mikið í fyrra og ekki eins og fyrra að fólk þurfti að þræða búðir og allt bara uppselt.“ Arnar Guðmundsson, vakthafandi verslunarstjóri í Hagkaupum, segist hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir vegan mat í ár. „Það er búin að vera umtalsverð aukning. Eins og til dæmis hnetusteikin kláraðist fyrir aðfangadag,“ segir Arnar og bætir við að á allra næstu dögum verði fyllt á vegan vörurnar. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Undanfarin ár hefur þeim fjölgað stöðugt að sögn Lilju Rósar Olsen, formanns Vegansamtakanna á Íslandi, og sést það vel á eftirspurn eftir jólamatnum í ár. „Það var rosalega mikið af vörum sem voru uppseldar á flestum stöðum,“ segir Lilja Rós. Það er vinsælt meðal grænkera að borða hnetusteik eða wellington steik með gervikjöti eða grænmeti bökuðu í smjördeigi á jólunum. Þá er notuð sérstök vegan mjólk eða sérstakur vegan rjómi í sósur og eftirrétti. „Það var ekki til smjördeig. Oatly merkið sem er með mjólkina og rjómann, þar var bara allt búið. Gardin er vinsælt vegna merki sem fólk er að kaupa mikið og þeir eru með holiday roast fyrir jólin. Margir sem ætluðu að hafa hana veit ég en hún var uppseld,“ segir Lilja Rós. Þá hafi matsölustaðurinn Gló hætt óvenju snemma að taka við pöntunum á hnetusteik í ár þar sem þeir höfðu ekki undan. „Þeir sem voru ekki tímanlega þurftu jafnvel að fara í þrjár fjórar búðir til að finna það sem þeir ætluðu að fá og voru heppnir ef þeir fundu það,“ segir Lilja Rós. Hún hefur verið grænkeri í um tvö ár og segist hafa tekið eftir miklum breytingum frá því um jólin í fyrra. „Það eru klárlega fleiri að verða vegan. Ég fann ekki fyrir því síðustu jól að það væri verið að spurja svona mikið eins og núna. Eins og á Vegan Ísland Facebook grúppunni. Þetta var ekki svona mikið í fyrra og ekki eins og fyrra að fólk þurfti að þræða búðir og allt bara uppselt.“ Arnar Guðmundsson, vakthafandi verslunarstjóri í Hagkaupum, segist hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir vegan mat í ár. „Það er búin að vera umtalsverð aukning. Eins og til dæmis hnetusteikin kláraðist fyrir aðfangadag,“ segir Arnar og bætir við að á allra næstu dögum verði fyllt á vegan vörurnar.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira