Ríkisstjórnin mun ræða kjarnorkuafvopnun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2017 14:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur stutt ICAN-herferðina um bann við kjarnorkuvopnum. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, vonast til þess að sú staðreynd að ICAN (International Campaign to Abolish Nuclear Weapons) hafi fengið friðarverðlaun Nóbels verði til þess að hafa jákvæð áhrif á umræðuna um kjarnorkuafvopnun í heiminum. Telur Katrín að verðlaunin geti jafnvel breytt umræðunni um þessi mál. Samtökin ICAN berjast fyrir banni kjarnorkuvopna og ræddi Vísir á dögunum við þau Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúa samtakanna, sem komu hingað til lands eftir að hafa verið viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna í Osló. Þau héldu meðal annars fund í Háskóla Íslands þar sem forsætisráðherra mætti og ræddi við þau um þessi mál. Fyrir liggur að Katrín skrifaði undir svokallað þingmannaheit ICAN áður en hún varð forsætisráðherra. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna undirritun og fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, komu hingað til lands á dögunum og hittu meðal forsætisráðherra og þingflokk Vinstri grænna.vísir/vilhelmÍslensk stjórnvöld styðja markmiðið en menn verið ósammála um leiðirnar Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Það er því kannski ekki að ástæðulausu sem þau Acheson og Wright binda miklar vonir við Katrínu og telja að hún geti verið sá leiðtogi innan NATO sem skrifi fyrstur undir fyrrnefndan samning SÞ. Vísir spurði Katrínu hvort hún beita sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að Ísland skrifi undir samninginn. „Við munum ræða þetta á vettvangi ríkisstjórnarinnar hvernig þessi mál standa almennt, það er kjarnorkuafvopnun. Það liggur fyrir að íslensk stjórnvöld hafa stutt þetta markmið en svo hafa menn verið ósammála um leiðirnar. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á það að fá kjarnorkuveldin að borðinu hingað til og það hefur ekki skilað árangri. Ég tók þessa línu upp á fundinum með þeim Acheson og Wright og bað um þeirra afstöðu til hennar þannig að það var áhugavert samtal,“ segir Katrín.Katrín segir alla uggandi yfir stöðunni og ekki síst þegar litið sé til Norður-Kóreu en vopnatilraunir Kim Jong-un, einræðisherra landsins, héldu áfram á árinu. Hér er hann að fagna skoti Hwasong-14 eldflaugar.Nordicphotos/AFP„Löng vegferð framundan“ Hún vonast til að það að ICAN hafi fengið friðarverðlaun Nóbels verði til þess að heimurinn sjái hraðari framþróun varðandi kjarnorkuafvopnun. „Við erum öll uggandi yfir þróun mála, nú síðast í Norður-Kóreu en líka bara í sögunni svo við munum ræða þessi mál, hvað við getum gert til þess að beita okkur fyrir þessu markmiði um kjarnorkuvopnalausan heim.“ Katrín bendir á að það hafi ekki verið línan innan NATO að styðja samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og það liggi fyrir að Ísland eigi aðild að því bandalagi. Sú aðild er meðal annars hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins sem ríkisstjórnin vinni eftir. „En það er líka svo að Ísland verður gestgjafi á fundi NATO-ríkja um kjarnorkuáætlun næsta sumar þar sem þetta verður aðalumræðuefnið, það er hvernig megi stuðla að frekari kjarnorkuafvopnun, en eins og ég sagði við fulltrúa ICAN þá held ég að þetta sé löng vegferð framundan,“ segir Katrín. Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafar Nóbels binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. 14. desember 2017 09:12 Friðarverðlaunahafar Nóbels: „Finnst Íslendingum þeir öruggari þegar þeir vita að Trump er með fingurinn á þessum takka?“ Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, handhafa friðarverðlauna Nóbels, í ítarlegu viðtali við Vísi. 15. desember 2017 11:30 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, vonast til þess að sú staðreynd að ICAN (International Campaign to Abolish Nuclear Weapons) hafi fengið friðarverðlaun Nóbels verði til þess að hafa jákvæð áhrif á umræðuna um kjarnorkuafvopnun í heiminum. Telur Katrín að verðlaunin geti jafnvel breytt umræðunni um þessi mál. Samtökin ICAN berjast fyrir banni kjarnorkuvopna og ræddi Vísir á dögunum við þau Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúa samtakanna, sem komu hingað til lands eftir að hafa verið viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna í Osló. Þau héldu meðal annars fund í Háskóla Íslands þar sem forsætisráðherra mætti og ræddi við þau um þessi mál. Fyrir liggur að Katrín skrifaði undir svokallað þingmannaheit ICAN áður en hún varð forsætisráðherra. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna undirritun og fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, komu hingað til lands á dögunum og hittu meðal forsætisráðherra og þingflokk Vinstri grænna.vísir/vilhelmÍslensk stjórnvöld styðja markmiðið en menn verið ósammála um leiðirnar Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Það er því kannski ekki að ástæðulausu sem þau Acheson og Wright binda miklar vonir við Katrínu og telja að hún geti verið sá leiðtogi innan NATO sem skrifi fyrstur undir fyrrnefndan samning SÞ. Vísir spurði Katrínu hvort hún beita sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að Ísland skrifi undir samninginn. „Við munum ræða þetta á vettvangi ríkisstjórnarinnar hvernig þessi mál standa almennt, það er kjarnorkuafvopnun. Það liggur fyrir að íslensk stjórnvöld hafa stutt þetta markmið en svo hafa menn verið ósammála um leiðirnar. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á það að fá kjarnorkuveldin að borðinu hingað til og það hefur ekki skilað árangri. Ég tók þessa línu upp á fundinum með þeim Acheson og Wright og bað um þeirra afstöðu til hennar þannig að það var áhugavert samtal,“ segir Katrín.Katrín segir alla uggandi yfir stöðunni og ekki síst þegar litið sé til Norður-Kóreu en vopnatilraunir Kim Jong-un, einræðisherra landsins, héldu áfram á árinu. Hér er hann að fagna skoti Hwasong-14 eldflaugar.Nordicphotos/AFP„Löng vegferð framundan“ Hún vonast til að það að ICAN hafi fengið friðarverðlaun Nóbels verði til þess að heimurinn sjái hraðari framþróun varðandi kjarnorkuafvopnun. „Við erum öll uggandi yfir þróun mála, nú síðast í Norður-Kóreu en líka bara í sögunni svo við munum ræða þessi mál, hvað við getum gert til þess að beita okkur fyrir þessu markmiði um kjarnorkuvopnalausan heim.“ Katrín bendir á að það hafi ekki verið línan innan NATO að styðja samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og það liggi fyrir að Ísland eigi aðild að því bandalagi. Sú aðild er meðal annars hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins sem ríkisstjórnin vinni eftir. „En það er líka svo að Ísland verður gestgjafi á fundi NATO-ríkja um kjarnorkuáætlun næsta sumar þar sem þetta verður aðalumræðuefnið, það er hvernig megi stuðla að frekari kjarnorkuafvopnun, en eins og ég sagði við fulltrúa ICAN þá held ég að þetta sé löng vegferð framundan,“ segir Katrín.
Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafar Nóbels binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. 14. desember 2017 09:12 Friðarverðlaunahafar Nóbels: „Finnst Íslendingum þeir öruggari þegar þeir vita að Trump er með fingurinn á þessum takka?“ Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, handhafa friðarverðlauna Nóbels, í ítarlegu viðtali við Vísi. 15. desember 2017 11:30 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
Friðarverðlaunahafar Nóbels binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. 14. desember 2017 09:12
Friðarverðlaunahafar Nóbels: „Finnst Íslendingum þeir öruggari þegar þeir vita að Trump er með fingurinn á þessum takka?“ Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, handhafa friðarverðlauna Nóbels, í ítarlegu viðtali við Vísi. 15. desember 2017 11:30