Erlent

Rændu manni og neyddu til að spila rússneska rúllettu

Atli Ísleifsson skrifar
Unnið er að rannsókn málsins.
Unnið er að rannsókn málsins. Vísir/Getty
Maður, sem var rænt í Uppsölum í Svíþjóð í gærkvöldi, er aftur kominn í leitirnar. Samkvæmt heimildum sænskra fjölmiðla eiga mannræningjarnir að hafa neytt manninn til að spila „rússneska rúllettu“ og þá á hann að hafa verið skorinn með hníf þegar hann var í haldi mannanna.

Tilkynnt var um mannránið um klukkan 18 að staðartíma þar sem bílstjóri nokkur hafði samband við lögreglu og sagði að maður, sem hafi skyndilega sest upp í bíl hans og sagst vera á flótta undan mönnum, hafi verið dreginn út úr bílnum af tveimur mönnum og verið ekið á brott.

Lögregla telur sig vita hverjir mannræningjarnir eru og segir þá vera í „yngri kantinum“, án þess að tilgreina aldur þeirra nánar.

Unnið er að rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×