Kate Beckinsale stígur fram með ásakanir á hendur Weinstein Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. október 2017 20:21 Kate Beckinsale segist hafa verið sautján ára þegar Harvey Weinstein hafði í frammi óviðeigandi hegðun í hennar garð. vísir.is/getty Í dag greindi leikkonan Kate Beckinsale frá því að Weinstein hafi reynt að bera ofan í hana áfengi og í kjölfarið haft í frammi óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í frétta breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi kvenna hefur stigið fram að undanförnu með ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein í kjölfarið á umfjöllun The New Yorker. Sjá fréttaskýringu Vísis um mál Harveys Weinstein hér. Að sögn Beckinsale var hún aðeins sautján ára þegar hún var kölluð á fund Weinsteins en það kom henni á óvart að fundurinn átti að fara fram inn á hótelherbergi Savoy hótelsins. Hún segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar kvikmyndaframleiðandinn tók á móti henni á baðsloppnum einum klæða. Beckinsale telur að Weinstein hafi hreinlega ekki munað hvort hann hefði ráðist að henni eður ei.Vísir.is/getty „Ég var ótrúlega barnaleg og ung og það hvarflaði ekki að mér að þessi eldri, fráhrindandi maður ætlaðist til þess að ég hefði kynferðislegan áhuga á sér,“ segir Beckinsale. Leikkonan segist hafa komist frá fundinum tiltölulega heil á húfi. Hún neitaði boði um áfengi og sagðist þurfa að vakna snemma til þess að fara í skólann daginn eftir. Hún segir að Weinstein hefði komið að máli við sig nokkrum árum síðar og spurt sig hvort hann hefði á einhverjum tímapunkti reynt við hana. „Það rann upp fyrir mér að hann mundi ekki eftir því hvort hann hefði ráðist að mér eða ekki,“ segir Beckinsale. Hún segist margsinnis hafa hafnað atvinnutilboðum Weinsteins og að það hafi óneitanlega haft neikvæð áhrif á sinn feril. Hún hafði á tilfinningunni að enginn styddi hana í því að sniðganga Weinstein nema fjölskylda sín. Í dag greindu lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins frá því að rannsókn á ásökunum á hendur Weinsteins sé hafin. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 „Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Í dag greindi leikkonan Kate Beckinsale frá því að Weinstein hafi reynt að bera ofan í hana áfengi og í kjölfarið haft í frammi óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í frétta breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi kvenna hefur stigið fram að undanförnu með ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein í kjölfarið á umfjöllun The New Yorker. Sjá fréttaskýringu Vísis um mál Harveys Weinstein hér. Að sögn Beckinsale var hún aðeins sautján ára þegar hún var kölluð á fund Weinsteins en það kom henni á óvart að fundurinn átti að fara fram inn á hótelherbergi Savoy hótelsins. Hún segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar kvikmyndaframleiðandinn tók á móti henni á baðsloppnum einum klæða. Beckinsale telur að Weinstein hafi hreinlega ekki munað hvort hann hefði ráðist að henni eður ei.Vísir.is/getty „Ég var ótrúlega barnaleg og ung og það hvarflaði ekki að mér að þessi eldri, fráhrindandi maður ætlaðist til þess að ég hefði kynferðislegan áhuga á sér,“ segir Beckinsale. Leikkonan segist hafa komist frá fundinum tiltölulega heil á húfi. Hún neitaði boði um áfengi og sagðist þurfa að vakna snemma til þess að fara í skólann daginn eftir. Hún segir að Weinstein hefði komið að máli við sig nokkrum árum síðar og spurt sig hvort hann hefði á einhverjum tímapunkti reynt við hana. „Það rann upp fyrir mér að hann mundi ekki eftir því hvort hann hefði ráðist að mér eða ekki,“ segir Beckinsale. Hún segist margsinnis hafa hafnað atvinnutilboðum Weinsteins og að það hafi óneitanlega haft neikvæð áhrif á sinn feril. Hún hafði á tilfinningunni að enginn styddi hana í því að sniðganga Weinstein nema fjölskylda sín. Í dag greindu lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins frá því að rannsókn á ásökunum á hendur Weinsteins sé hafin.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 „Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19
„Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34