Kate Beckinsale stígur fram með ásakanir á hendur Weinstein Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. október 2017 20:21 Kate Beckinsale segist hafa verið sautján ára þegar Harvey Weinstein hafði í frammi óviðeigandi hegðun í hennar garð. vísir.is/getty Í dag greindi leikkonan Kate Beckinsale frá því að Weinstein hafi reynt að bera ofan í hana áfengi og í kjölfarið haft í frammi óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í frétta breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi kvenna hefur stigið fram að undanförnu með ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein í kjölfarið á umfjöllun The New Yorker. Sjá fréttaskýringu Vísis um mál Harveys Weinstein hér. Að sögn Beckinsale var hún aðeins sautján ára þegar hún var kölluð á fund Weinsteins en það kom henni á óvart að fundurinn átti að fara fram inn á hótelherbergi Savoy hótelsins. Hún segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar kvikmyndaframleiðandinn tók á móti henni á baðsloppnum einum klæða. Beckinsale telur að Weinstein hafi hreinlega ekki munað hvort hann hefði ráðist að henni eður ei.Vísir.is/getty „Ég var ótrúlega barnaleg og ung og það hvarflaði ekki að mér að þessi eldri, fráhrindandi maður ætlaðist til þess að ég hefði kynferðislegan áhuga á sér,“ segir Beckinsale. Leikkonan segist hafa komist frá fundinum tiltölulega heil á húfi. Hún neitaði boði um áfengi og sagðist þurfa að vakna snemma til þess að fara í skólann daginn eftir. Hún segir að Weinstein hefði komið að máli við sig nokkrum árum síðar og spurt sig hvort hann hefði á einhverjum tímapunkti reynt við hana. „Það rann upp fyrir mér að hann mundi ekki eftir því hvort hann hefði ráðist að mér eða ekki,“ segir Beckinsale. Hún segist margsinnis hafa hafnað atvinnutilboðum Weinsteins og að það hafi óneitanlega haft neikvæð áhrif á sinn feril. Hún hafði á tilfinningunni að enginn styddi hana í því að sniðganga Weinstein nema fjölskylda sín. Í dag greindu lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins frá því að rannsókn á ásökunum á hendur Weinsteins sé hafin. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 „Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Í dag greindi leikkonan Kate Beckinsale frá því að Weinstein hafi reynt að bera ofan í hana áfengi og í kjölfarið haft í frammi óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í frétta breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi kvenna hefur stigið fram að undanförnu með ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein í kjölfarið á umfjöllun The New Yorker. Sjá fréttaskýringu Vísis um mál Harveys Weinstein hér. Að sögn Beckinsale var hún aðeins sautján ára þegar hún var kölluð á fund Weinsteins en það kom henni á óvart að fundurinn átti að fara fram inn á hótelherbergi Savoy hótelsins. Hún segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar kvikmyndaframleiðandinn tók á móti henni á baðsloppnum einum klæða. Beckinsale telur að Weinstein hafi hreinlega ekki munað hvort hann hefði ráðist að henni eður ei.Vísir.is/getty „Ég var ótrúlega barnaleg og ung og það hvarflaði ekki að mér að þessi eldri, fráhrindandi maður ætlaðist til þess að ég hefði kynferðislegan áhuga á sér,“ segir Beckinsale. Leikkonan segist hafa komist frá fundinum tiltölulega heil á húfi. Hún neitaði boði um áfengi og sagðist þurfa að vakna snemma til þess að fara í skólann daginn eftir. Hún segir að Weinstein hefði komið að máli við sig nokkrum árum síðar og spurt sig hvort hann hefði á einhverjum tímapunkti reynt við hana. „Það rann upp fyrir mér að hann mundi ekki eftir því hvort hann hefði ráðist að mér eða ekki,“ segir Beckinsale. Hún segist margsinnis hafa hafnað atvinnutilboðum Weinsteins og að það hafi óneitanlega haft neikvæð áhrif á sinn feril. Hún hafði á tilfinningunni að enginn styddi hana í því að sniðganga Weinstein nema fjölskylda sín. Í dag greindu lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins frá því að rannsókn á ásökunum á hendur Weinsteins sé hafin.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 „Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19
„Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34