Skólabókasöfn hafa ekki notið átaks um eflingu læsis Sveinn Arnarsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Börnum er mismunað eftir búsetu að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Aðgengi að nýjum bókum eykur lestur. nordicphotos/Getty Átak menntamálaráðherra til að auka læsi barna hefur ekki skilað sér þangað sem það ætti að gera, að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Dósent við Háskólann á Akureyri segir mikilvægt að halda nýjum bókum að börnum til að efla læsi þeirra. Heiða Rúnarsdóttir, formaður Félags fagfólks á skólabókasöfnum, segir mörg skólabókasöfn svelta. Fjármagn sé af skornum skammti til bókakaupa sem er hornsteinn í því að fá börn til að lesa bækur. „Það er ekkert lágmark á fjármagni sem veitt er til bókasafna skólanna heldur er þetta sett í hendur skólastjórnenda hvers skóla. Ef skólabókasöfn eru heppin fá þau fjármagn en til eru dæmi um að bókasöfn fái ekkert fjármagn til að kaupa nýjar bækur,“ segir Heiða.Brynhildur ÞórarinsdóttirÞannig verður það að ekki sitja nemendur allra skóla við sama borð. Einnig getur verið mikill munur á útgjöldum til bókakaupa innan sveitarfélaga og fer því eftir skólahverfum hvort bókasöfn eigi nýja titla fyrir börn eða ekki. „Það eru nýjustu bækurnar sem börnin vilja lesa. Bækurnar sem verið er að tala um og gefa út, til að mynda í tengslum við kvikmyndir. Við byggjum ekkert á gömlum kosti,“ segir Heiða. „Ef við viljum fá börn til að lesa meira þurfum við að gefa þeim betri aðgang að bókum. Það þarf að koma þeim á bragðið, veita þeim aðgang að heimi sem þau sogast inn í,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. „Maður kemur þeim ekki á bragðið með hálftómum skólabókasöfnum. Við þurfum nýjar og spennandi barnabækur innan seilingar. Það er margsannað að uppeldi innan um bækur, að sjá fullorðna, jafnaldra eða eldri börn lesa, það eykur áhuga á lestri og eykur lestur barna.“ Á síðasta kjörtímabili hóf Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, herferð til að efla læsi í skólum. Settir voru milljónatugir í verkefnið. Heiða segir skólasöfnin hafa algjörlega verið skilin út undan í þeirri herferð. „Nei, það átak hefur ekkert auðveldað okkur að kaupa bækur. Við finnum ekki fyrir stuðningi til að efla læsi. Einnig má velta fyrir sér að Reykjavíkurborg er bókmenntaborg UNESCO en á sama tíma hefur ekkert gerst með að auðvelda aðgengi okkar að nýjum bókum.“ Frá 1. janúar 2014 til loka árs 2015 hafði ráðuneyti menntamála samtals greitt um 25 milljónir króna vegna verkefnis um læsi. Meirihluti þess fjár fór til ráðgjafarfyrirtækja og umboðsskrifstofunnar Prime vegna lags sem Ingólfur Þórarinsson söng á hringferð um landið.Lagið má heyra hér að neðan.Skipting milljónanna 25LC ráðgjöf 11,6 milljónir kr. Maryanna Wolf 731 þúsund kr. Umboðsskrifstofan Prime 5 milljónir kr. Árnasynir slf. 7,4 milljónir kr. Uppfært klukkan 14:37Í fyrri útgáfu fréttarinnar var umboðsskrifstofan Prime kölluð Promo. Beðist er velvirðingar á þessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Átak menntamálaráðherra til að auka læsi barna hefur ekki skilað sér þangað sem það ætti að gera, að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Dósent við Háskólann á Akureyri segir mikilvægt að halda nýjum bókum að börnum til að efla læsi þeirra. Heiða Rúnarsdóttir, formaður Félags fagfólks á skólabókasöfnum, segir mörg skólabókasöfn svelta. Fjármagn sé af skornum skammti til bókakaupa sem er hornsteinn í því að fá börn til að lesa bækur. „Það er ekkert lágmark á fjármagni sem veitt er til bókasafna skólanna heldur er þetta sett í hendur skólastjórnenda hvers skóla. Ef skólabókasöfn eru heppin fá þau fjármagn en til eru dæmi um að bókasöfn fái ekkert fjármagn til að kaupa nýjar bækur,“ segir Heiða.Brynhildur ÞórarinsdóttirÞannig verður það að ekki sitja nemendur allra skóla við sama borð. Einnig getur verið mikill munur á útgjöldum til bókakaupa innan sveitarfélaga og fer því eftir skólahverfum hvort bókasöfn eigi nýja titla fyrir börn eða ekki. „Það eru nýjustu bækurnar sem börnin vilja lesa. Bækurnar sem verið er að tala um og gefa út, til að mynda í tengslum við kvikmyndir. Við byggjum ekkert á gömlum kosti,“ segir Heiða. „Ef við viljum fá börn til að lesa meira þurfum við að gefa þeim betri aðgang að bókum. Það þarf að koma þeim á bragðið, veita þeim aðgang að heimi sem þau sogast inn í,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. „Maður kemur þeim ekki á bragðið með hálftómum skólabókasöfnum. Við þurfum nýjar og spennandi barnabækur innan seilingar. Það er margsannað að uppeldi innan um bækur, að sjá fullorðna, jafnaldra eða eldri börn lesa, það eykur áhuga á lestri og eykur lestur barna.“ Á síðasta kjörtímabili hóf Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, herferð til að efla læsi í skólum. Settir voru milljónatugir í verkefnið. Heiða segir skólasöfnin hafa algjörlega verið skilin út undan í þeirri herferð. „Nei, það átak hefur ekkert auðveldað okkur að kaupa bækur. Við finnum ekki fyrir stuðningi til að efla læsi. Einnig má velta fyrir sér að Reykjavíkurborg er bókmenntaborg UNESCO en á sama tíma hefur ekkert gerst með að auðvelda aðgengi okkar að nýjum bókum.“ Frá 1. janúar 2014 til loka árs 2015 hafði ráðuneyti menntamála samtals greitt um 25 milljónir króna vegna verkefnis um læsi. Meirihluti þess fjár fór til ráðgjafarfyrirtækja og umboðsskrifstofunnar Prime vegna lags sem Ingólfur Þórarinsson söng á hringferð um landið.Lagið má heyra hér að neðan.Skipting milljónanna 25LC ráðgjöf 11,6 milljónir kr. Maryanna Wolf 731 þúsund kr. Umboðsskrifstofan Prime 5 milljónir kr. Árnasynir slf. 7,4 milljónir kr. Uppfært klukkan 14:37Í fyrri útgáfu fréttarinnar var umboðsskrifstofan Prime kölluð Promo. Beðist er velvirðingar á þessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira