Innlent

Talsverð brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brennisteinsvetni getur haft áhrif á öndunarfæri þeirra sem viðkvæmastir eru.
Brennisteinsvetni getur haft áhrif á öndunarfæri þeirra sem viðkvæmastir eru. Vísir/Ernir
Mikil brennisteinsmengun mælist nú á höfuðborgarsvæðinu. Styrkur brennisteinsvetnis mældist yfir 60 míkrógrömm á mæli Umhverfisstofnunar við Grensársveg í Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Veðuraðstæður á höfuðborgarsvæðinu gera það að verkum að brennisteinsvetnismengun frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði berst yfir höfuðborgarsvæðið. Í dag gert ráð fyrir hægri austlægri átt auk þess sem kalt er úti.

Rannsóknir hafa sýnt að styrkyr brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði er mestur við slíkar aðstæður en slík mengun á höfuðborgarsvæðinu kemur nær öll frá virkjunum á Hellisheiði. Brennisteinsvetni getur haft áhrif á öndunarfæri þeirra sem viðkvæmastir eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×