Innlent

Bein útsending: Framtíðin, fjórða iðnbyltingin og vinnumarkaðurinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þjóðir, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að mæta meiriháttar áskorunum með innreið fjórðu iðnbyltingarinnar.
Þjóðir, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að mæta meiriháttar áskorunum með innreið fjórðu iðnbyltingarinnar. Vísir
Fjórða iðnbyltingin er á næsta leiti og því er spáð að tækni og sjálfvirkni muni á næstu árum og áratugum gerbreyta okkar lífi og störfum. Stór hluti þeirra starfa sem fólk vinnur í dag mun hverfa í þeirri byltingu og ný verða til í þeirra stað. Hvernig verða störf framtíðarinnar? Er hægt að undirbúa sig fyrir störf sem eru ekki til í dag?

Háskólinn í Reykjavík býður til stutts málþings á Háskóladaginn í dag þar sem sérfræðingar ræða vinnumarkaðinn, framtíðina og fjórðu iðnbyltinguna.

Dagskrá

13:00 Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík

13:15 Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs

13:30 Oliver Luckett, samfélagsmiðlasérfræðingur, raðfrumkvöðull og fjárfestir.

13:45 Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, starfsmannastjóri Háskólans í Reykjavík

Sjá má beina útsendingu frá málstofunni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×