Framboðslistar flokkanna væntanlega tilbúnir í lok næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2017 21:00 Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Stöð 2/Grafík Stjórnmálaflokkarnir eru að ganga frá framboðslistum sínum þessa dagana og er útlit fyrir að þeir verði flestir tilbúnir í lok næstu viku. Nær undantekningalaust verður stillt upp á listana end aðeins ár síðan síðast var kosið til Alþingis og stuttur tími fram að kjördegi. Eftir tæpar fimm vikur ganga landsmenn eina ferðina enn að kjörborðinu til að kjósa fulltrúa á þing. Á fráfarandi þingi áttu í fyrsta skipti sjö stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi. En í kosningunum hinn 28. október stefnir í að jafnvel átta flokkar gætu náð fulltrúum á þing og það er ekki víst að það auðveldi stjórnarmyndun. Kjördæmisráð gömlu flokkanna í hverju kjördæmi ráða því hvernig stillt er upp á lista þeirra. Kjördæmisráð Sjálfsætisflokksins í Reykjavík kemur saman í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verða málin afgreidd um komandi helgi. Búist er við að stillt verði upp í öllum kjördæmum. Það sama er upp á teningnum í Framsóknarflokknum nema í Norðvesturkjördæmi þar sem boðað hefur verið til tvöfalds kjördæmaþings hinn 8. október þar sem tekist er á um hver skipar fyrsta sæti listans, en eftir það munu allir listar flokksins væntanlega liggja fyrir. Uppstilling verður líka almenna reglan hjá Vinstri grænum nema í Suðvesturkjördæmi þar sem Ólafur Þór Gunnarsson, Ingvar Arnarson og Sigursteinn Másson sækjast allir eftir öðru sæti og því verður viðhaft forval í því kjördæmi. Síðan verður uppstilligu á lista flokksins í Norðausturkjördæmi ekki lokið fyrr en að loknum landsfundi VG dagana 6. til 8. október, ar sem tveir frambjóðendur í kjördæminu sækjast einnig eftir varaformannsembættinu í flokknum. Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Það hófst síðast liðin laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Samfylkingin stillir upp á lista í fjórum kjördæmum um komandi helgi og í Suðvesturkjördæmi hinn 3. október. Þá verður boðað til aukins kjördæmaþings í Norðvesturkjördæmi þar sem forval fer fram um fulltrúa í fjögur efstu sætin en listarnir verða síðan allir afgreiddir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október, Hjá Viðreisn verður stilt upp á lista í öllum kjördæmum og áætlað að því verði lokið í næstu viku og stjórn Bjartrar framtíðar greiðir sömuleiðis atkvæði um tillögur uppstillingarnefndar í næstu viku. Flokkur fólksins tekur ákvörðun á laugardag um hvernig verður staðið að uppstillingu á lista flokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að á næstu dögum liggi fyrir hvað framboð hans verði kallað og hvernig skipað verði á lista þess. Kosningar 2017 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir eru að ganga frá framboðslistum sínum þessa dagana og er útlit fyrir að þeir verði flestir tilbúnir í lok næstu viku. Nær undantekningalaust verður stillt upp á listana end aðeins ár síðan síðast var kosið til Alþingis og stuttur tími fram að kjördegi. Eftir tæpar fimm vikur ganga landsmenn eina ferðina enn að kjörborðinu til að kjósa fulltrúa á þing. Á fráfarandi þingi áttu í fyrsta skipti sjö stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi. En í kosningunum hinn 28. október stefnir í að jafnvel átta flokkar gætu náð fulltrúum á þing og það er ekki víst að það auðveldi stjórnarmyndun. Kjördæmisráð gömlu flokkanna í hverju kjördæmi ráða því hvernig stillt er upp á lista þeirra. Kjördæmisráð Sjálfsætisflokksins í Reykjavík kemur saman í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verða málin afgreidd um komandi helgi. Búist er við að stillt verði upp í öllum kjördæmum. Það sama er upp á teningnum í Framsóknarflokknum nema í Norðvesturkjördæmi þar sem boðað hefur verið til tvöfalds kjördæmaþings hinn 8. október þar sem tekist er á um hver skipar fyrsta sæti listans, en eftir það munu allir listar flokksins væntanlega liggja fyrir. Uppstilling verður líka almenna reglan hjá Vinstri grænum nema í Suðvesturkjördæmi þar sem Ólafur Þór Gunnarsson, Ingvar Arnarson og Sigursteinn Másson sækjast allir eftir öðru sæti og því verður viðhaft forval í því kjördæmi. Síðan verður uppstilligu á lista flokksins í Norðausturkjördæmi ekki lokið fyrr en að loknum landsfundi VG dagana 6. til 8. október, ar sem tveir frambjóðendur í kjördæminu sækjast einnig eftir varaformannsembættinu í flokknum. Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Það hófst síðast liðin laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Samfylkingin stillir upp á lista í fjórum kjördæmum um komandi helgi og í Suðvesturkjördæmi hinn 3. október. Þá verður boðað til aukins kjördæmaþings í Norðvesturkjördæmi þar sem forval fer fram um fulltrúa í fjögur efstu sætin en listarnir verða síðan allir afgreiddir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október, Hjá Viðreisn verður stilt upp á lista í öllum kjördæmum og áætlað að því verði lokið í næstu viku og stjórn Bjartrar framtíðar greiðir sömuleiðis atkvæði um tillögur uppstillingarnefndar í næstu viku. Flokkur fólksins tekur ákvörðun á laugardag um hvernig verður staðið að uppstillingu á lista flokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að á næstu dögum liggi fyrir hvað framboð hans verði kallað og hvernig skipað verði á lista þess.
Kosningar 2017 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira