Innlent

Dreifa bókum eftir kvenhöfunda í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bækurnar eiga það sameiginlegt að vera eftir kvenkyns höfunda, tengjast femínisma, sterkum konum eða kvenhetjum.
Bækurnar eiga það sameiginlegt að vera eftir kvenkyns höfunda, tengjast femínisma, sterkum konum eða kvenhetjum. Myndir/Alexandra Ýr
Ungmennaráð UN Women á Íslandi hefur tekið upp á því að dreifa bókum vítt og breytt um Reykjavík. Uppátækið er í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem haldinn er hátíðlegur um allan heim í dag.

Bækurnar eiga það sameiginlegt að vera eftir kvenkyns höfunda, tengjast femínisma, sterkum konum eða kvenhetjum.

„Þetta er okkar leið til að halda upp á kvennadaginn, að fagna konum í bókmenntum,“ segir Alexandra Ýr van Erven, stjórnarmeðlimur í ungmennaráði UN Women, í samtali við Vísi.

„Þetta var verkefni sem Emma Watson gerði í New York og London. Hún semsagt fór í Subway systemið og var að skilja eftir á lestarstöðum og inni í lestum í þessum borgum. Þetta var það sem okkur langaði að endurgera í aðeins minni mynd og tækla þetta aðeins öðruvísi.“

Í bókunum má finna skilaboð frá ungmennaráðinu sem upplýsir fólk um hvað málið snýst og er meiningin að fólk skilji þær eftir á góðum stað að lestri loknum.

#konurskrifa #womensday #unwomen

A post shared by Snædís Arnardóttir (@snaepae) on

Auk þess mun spunahópurinn Improv Ísland halda sérstaka styrktarsýningu næstkomandi miðvikudag. 

„Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt til að vekja athygli á starfinu og þetta átti í raun að vera til að bjóða fólk velkomið í starfið. Svo þróaðist þetta og úr var að þau ætla að halda sýningu í þjóðleikhúskjallaranum þar sem allur ágóðinn rennur til UN Women.“

Hægt er að nálgast miða á styrktarsýningu Improv Ísland og Ungmennaráðs UN Women á tix.is. Ungmennaráðið hvetur fólk að birta myndir af flökkubókunum á samfélagsmiðlum og nota myllumerkin #konurskrifa #unwomen og #womensday.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×