Innlent

Menntaskólinn í Kópavogi rýmdur eftir brunaboð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brunaboði fór í gang.
Brunaboði fór í gang. Vísir
Menntaskólinn í Kópavogi var rýmdur skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að brunaviðvörunarkerfi fór í gang.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkall frá menntaskólanum tuttugu mínútur fyrir tvö. Slökkviliðsmenn sem svöruðu útkallinu gengu um byggingar skólans til að kanna hvort að um eld væri að ræða.

Svo reyndist þó ekki vera og er nú verið að vinna að því að komast að því hvað hafi orðið til þess að brunaviðvörunarkerfið fór í gang, vonast er til þess að um bilun hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×