Heimsmeistararnir komnir til Rússlands | Öll úrslit dagsins í undankeppni HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2017 20:30 Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Heimsmeistarar Þýskalands tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með 0-3 sigri á N-Írlandi í Belfast í C-riðli. Sebastian Rudy, Sandro Wagner og Joshua Kimmich skoruðu mörk Þjóðverja sem hafa unnið alla níu leiki sína í undankeppninni með markatölunni 38-3. Strákarnir hans Lars Lagerbäck í norska landsliðinu rústuðu San Marinó, 0-8, á útivelli. Mohamed Elyounoussi skoraði þrennu fyrir Norðmenn sem eru í 4. sæti C-riðils. Í þriðja og síðasta leik C-riðils bar Tékkland sigurorð af Aserbaídsjan, 1-2.Christian Eriksen tryggði Dönum gríðarlega mikilvægan sigur á Svartfellingum í E-riðli. Tottenham-maðurinn skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu. Eriksen hefur nú skorað í fimm landsleikjum í röð. Danir eru núna með þriggja stiga forystu á Svartfellinga í 2. sæti riðilsins. Danmörk er auk þess með betri markatölu en Svartfjallaland. Í sama riðli rúllaði Pólland yfir Armeníu, 1-6, og Rúmenía vann Kasakstan, 3-1. Robert Lewandowski skoraði þrennu fyrir Pólverja og er því kominn með 15 mörk í undankeppninni. Pólland er í 1. sæti E-riðils og dugir jafntefli gegn Svartfjallalandi í lokaumferðinni til að komast á HM.England er komið á HM eftir 1-0 heimasigur á Slóveníu í F-riðli. Harry Kane skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Skotar eru í 2. sæti riðilsins með 17 stig eftir 1-0 sigur á Slóvökum á Hampden Park. Þá gerðu Malta og Litháen 1-1 jafntefli.C-riðill:N-Írland 1-3 Þýskaland 0-1 Sebastian Rudy (2.), 0-2 Sandro Wagner (21.), 0-3 Joshua Kimmich (86.), 1-3 Josh Magennis (90+3.).San Marinó 0-8 Noregur 0-1 Davide Simoncini, sjálfsmark (8.), 0-2 Joshua King, víti (14.), 0-3 King (17.), 0-4 Mohamed Elyounoussi (40.), 0-5 Elyounoussi (48.), 0-6 Ole Selnaes (59.), 0-7 Elyounoussi (69.), 0-8 Martin Linnes (87.).Aserbaídsjan 1-2 Tékkland 0-1 Jan Kopic (35.), 1-1 Afran Izmailov, víti (55.), 1-2 Antonin Barak (66.).E-riðill:Svartfjallaland 0-1 Danmörk 0-1 Christian Eriksen (16.).Armenía 1-6 Pólland 0-1 Kamil Grosicki (2.), 0-2 Robert Lewandowski (18.), 0-3 Lewandowski (25.), 1-3 Hovhannes Hambardzumyan (39.), 1-4 Jakub Blaszczykowski (58.), 1-5 Lewandowski (64.), 1-6 Rafal Wolski (89.).Rúmenía 3-1 Kasakstan 1-0 Constantin Budescu (33.), 2-0 Budescu, víti (38.), 3-0 Claudiu Keseru (73.), 3-1 Baurzhan Turysbek (82.).F-riðill:England 1-0 Slóvenía 1-0 Harry Kane (90+4.).Skotland 1-0 Slóvakía 1-0 Chris Martin (89.).Rautt spjald: Robert Mak, Slóvakía (23.).Malta 1-1 Litháen 1-0 Andrei Agius (23.), 1-1 Vykintas Slivka (53.). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Heimsmeistarar Þýskalands tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með 0-3 sigri á N-Írlandi í Belfast í C-riðli. Sebastian Rudy, Sandro Wagner og Joshua Kimmich skoruðu mörk Þjóðverja sem hafa unnið alla níu leiki sína í undankeppninni með markatölunni 38-3. Strákarnir hans Lars Lagerbäck í norska landsliðinu rústuðu San Marinó, 0-8, á útivelli. Mohamed Elyounoussi skoraði þrennu fyrir Norðmenn sem eru í 4. sæti C-riðils. Í þriðja og síðasta leik C-riðils bar Tékkland sigurorð af Aserbaídsjan, 1-2.Christian Eriksen tryggði Dönum gríðarlega mikilvægan sigur á Svartfellingum í E-riðli. Tottenham-maðurinn skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu. Eriksen hefur nú skorað í fimm landsleikjum í röð. Danir eru núna með þriggja stiga forystu á Svartfellinga í 2. sæti riðilsins. Danmörk er auk þess með betri markatölu en Svartfjallaland. Í sama riðli rúllaði Pólland yfir Armeníu, 1-6, og Rúmenía vann Kasakstan, 3-1. Robert Lewandowski skoraði þrennu fyrir Pólverja og er því kominn með 15 mörk í undankeppninni. Pólland er í 1. sæti E-riðils og dugir jafntefli gegn Svartfjallalandi í lokaumferðinni til að komast á HM.England er komið á HM eftir 1-0 heimasigur á Slóveníu í F-riðli. Harry Kane skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Skotar eru í 2. sæti riðilsins með 17 stig eftir 1-0 sigur á Slóvökum á Hampden Park. Þá gerðu Malta og Litháen 1-1 jafntefli.C-riðill:N-Írland 1-3 Þýskaland 0-1 Sebastian Rudy (2.), 0-2 Sandro Wagner (21.), 0-3 Joshua Kimmich (86.), 1-3 Josh Magennis (90+3.).San Marinó 0-8 Noregur 0-1 Davide Simoncini, sjálfsmark (8.), 0-2 Joshua King, víti (14.), 0-3 King (17.), 0-4 Mohamed Elyounoussi (40.), 0-5 Elyounoussi (48.), 0-6 Ole Selnaes (59.), 0-7 Elyounoussi (69.), 0-8 Martin Linnes (87.).Aserbaídsjan 1-2 Tékkland 0-1 Jan Kopic (35.), 1-1 Afran Izmailov, víti (55.), 1-2 Antonin Barak (66.).E-riðill:Svartfjallaland 0-1 Danmörk 0-1 Christian Eriksen (16.).Armenía 1-6 Pólland 0-1 Kamil Grosicki (2.), 0-2 Robert Lewandowski (18.), 0-3 Lewandowski (25.), 1-3 Hovhannes Hambardzumyan (39.), 1-4 Jakub Blaszczykowski (58.), 1-5 Lewandowski (64.), 1-6 Rafal Wolski (89.).Rúmenía 3-1 Kasakstan 1-0 Constantin Budescu (33.), 2-0 Budescu, víti (38.), 3-0 Claudiu Keseru (73.), 3-1 Baurzhan Turysbek (82.).F-riðill:England 1-0 Slóvenía 1-0 Harry Kane (90+4.).Skotland 1-0 Slóvakía 1-0 Chris Martin (89.).Rautt spjald: Robert Mak, Slóvakía (23.).Malta 1-1 Litháen 1-0 Andrei Agius (23.), 1-1 Vykintas Slivka (53.).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira