Sú heitir Jourdan Rodrigue og starfar fyrir Charlotte Observer. Hún spurði Newton góðrar spurningar um hvað honum þætti um hlaupaleiðir útherja sinna. Þá fékk hún þetta svar.
„Það er fyndið að heyra konu tala um hlaupaleiðir,“ sagði Newton og glotti. Hann svaraði síðan spurningunni skilmerkilega.
Það breytti engu því allt fór á hliðina yfir fyrstu viðbrögðunum og Rodrigue var ekki skemmt.
I don't think it's "funny" to be a female and talk about routes. I think it's my job.
— Jourdan Rodrigue (@JourdanRodrigue) October 4, 2017
Newton er ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar og var valinn besti leikmaður deildarinnar fyrir tveim árum síðan.