Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Jarðvísindadeild Háskóla Íslands er í slíku fjársvelti að fella hefur þurft niður helming námskeiða í framhaldsnámi við deildina.

Magnús Tumi Guðmundsson deildarforseti segir að ef fram haldi sem horfir muni Íslendingar glata ákveðinni forystu í jarðvísindum í heiminum. Rætt verður við Magnús í fréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað um stöðu flóttabarna hér á landi en deildarstjóri móttökudeildar Lækjarskóla í Hafnarfirði segir börnin oft undir miklu álagi og sýna einkenni kvíða og streitu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×