Talið er að auga Irmu muni ná til Flórída í fyrramálið og þá fyrst á Florida Keys eyjurnar sem þegar hafa orðið fyrir verulegum skemmdum. Þrátt fyrir að Irma hafi misst kraft í Kúbu er talið að fellibylurinn muni styrkjast aftur á leiðinni til Flórída, þar sem hann fer yfir mjög heitan sjó á leiðinni. Mögulega mun Irma aftur vera í fjórða flokki fellibylja.
Sjá einnig: Kjöraðstæður fyrir fellibylji.
Gert er ráð fyrir sterkum vindhviðum, mikilli rigningu og flóðum vegna Irmu. Samkvæmt frétt CNN er gert ráð fyrir rúmlega 45 m/s vindhviðum og allt að 50 sentímetra rigningu á næstu dögum. Þá eru stórir hlutar Flórída við sjávarmál og óttast er að sjór muni ná langt inn á land. Sjávarmál gæti í raun hækkað um allt að fimm metra.
Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.
This is a storm of enormous destructive power, and I ask everyone in the storm's path to heed ALL instructions from government officials. pic.twitter.com/nJfM2Sdme1
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 9, 2017
Hurricane #Irma will likely strengthen into a powerful, category 4 hurricane, before reaching the Lower #FLKeys around daybreak Sunday. pic.twitter.com/8UxRiYnqOb
— NWS Key West (@NWSKeyWest) September 9, 2017