Fótbolti

Lærisveinar Ólafs unnu fyrsta sigurinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers.
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers. vísir/daníel
Randers með Hannes Þór Halldórsson innanborðs og Ólaf Kristjánsson með þjálfara vann fyrsta leik sinn á tímabilinu í dag í 4-1 sigri á Aarhus á útivelli í dönsku deildinni í dag.

Randers var búið að byrja tímabilið hörmulega með aðeins tvö stig eftir sjö umferðir en komst í tvígang yfir í fyrri hálfleik og leiddi 2-1 í hálfleik.

Tvö mörk í seinni hálfleik gerðu út um leikinn og innsigluðu sigurinn fyrir Randers sem hoppaði með sigrinum upp úr neðsta sæti og upp í 12. sæti.

Randers fær tækifæri til að fylgja því eftir þegar þeir taka á móti botnliði Lyngby í næstu umferð en Ólafur getur heldur betur létt á pressunni með sigri þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×