Innlent

Dvalarheimili fyrir aldraða eða listrænt kaffihús á St. Jósefsspítala?

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Áformað er að St. Jósefsspítali í Hafnarfirði fái nýtt hlutverk á næstunni. Húsið, sem verður 91 árs gamalt næsta þriðjudag, hefur mátt muna sinn fífil fegurri enda hefur það staðið autt í um fimm ár. Nú hyggjast bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hins vegar gera breytingu þar á, en bærinn eignaðist nýlega húsnæðið í heild sinni.

Bæjarbúar og aðrir gestir fjölmenntu á opið hús í dag, en margir gesta höfðu alist upp með spítalanum á einn eða annan hátt og báru því taugar til hússins. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarhlutverk þess önnur en að þar skuli vera einhvers konar almannaþjónusta næstu fimmtán árin.

Gestum bauðst hins vegar leiðsögn um yfirgefna ganga og stofur spítalans í dag og í kjölfarið gátu þeir komið með sínar tillögur. Komu þar upp fjölbreyttar hugmyndir, allt frá dvalarheimilum og kaffihúsum til kaþólskra baðstofusala. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×